Innlent

Yfir 900 umsóknir vegna greiðsluerfiðleika

Fyrstu þrjá mánuði þessa árs hafa 942 umsóknir vegna greiðsluerfiðleika borist til Íbúðalánasjóðs. Úrræði vegna greiðsluvanda geta verið af ýmsum toga, t.d. skuldbreyting vanskila, frestun á greiðslum og lenging lána, að fram kemur í tilkynningu frá sjóðnum.

Allt árið í fyrra voru umsóknir vegna greiðsluerfiðleika 1405, en 377 í hitteðfyrra. Að auki er um að ræða greiðslujöfnun fasteignaveðlána, sem var lögfest í nóvember 2008.

Frá því að opnað var fyrir umsóknir um greiðslujöfnun, 25. nóvember í fyrra, hafa borist 529 umsóknir. Afgreiðslu er lokið vegna 261 umsóknar um greiðslujöfnun, en hinar eru enn í vinnslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×