Innlent

Össur Skarphéðinsson: Orkulindir geta ekki tapast

Iðnaðarráðherrann Össur Skarphéðinsson skrifar á bloggsíðu sína nú um kvöldmatarleytið að orkulindir geti ekki tapast hér á landi, skýr lög verndi þær.

Þetta skrifar hann í ljósi þess að fræðingarnir Michael Hudson og John Perkins voru í viðtali hjá Agli Helgasyni í Silfri Egils á sunnudaginn. Þar sögðu þeir að gríðarlegar skuldir þjóðarbúsins gætu orðið til þess að þjóðin missti auðlindir sínar í hendur erlendra auðhringja.

Þetta segir Össur alrangt. Ný orkulög voru samþykkt á Alþingi síðasta vetur þar sem kveður skýrt á að ekki sé hægt að selja orkulindir í eigu ríkis, sveitarfélaga eða fyrirtækja í félagslegri eigu.

Því segir Össur að um grundvallarmisskilning fræðimannanna sé að ræða.

Hægt er að lesa bloggið hans hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×