Innlent

Ákærður fyrir eignarspjöll við kínverska sendiráðið

Jan Jiricek fyrir framan kínverska sendiráðið á síðasta ári.
Jan Jiricek fyrir framan kínverska sendiráðið á síðasta ári.

Ákæru á hendur Jan Jiricek var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en hann hellti rauðri málningu á tröppur kínverska sendiráðsins í mars á síðasta ári.

Ástæðan var kúgun Kínverja á hendur Tíbeta að hans eigin sögn. Jan kaus að sýna andúð sína á kínverskum yfirvöldum undir nafni. Fyrir vikið hefur ríkissaksóknari ákært hann fyrir að hella málningunni á tröppur sendiráðsins.

Rauða málningin átti að tákna blóðið sem Kínverjar höfðu á höndum sínum að mati Jans. Gjörningurinn var í tengslum við mótmæli sem þá voru fyrir framan sendiráðið þegar Kínverjar voru að fara halda Ólympíuleikana.

Sjálfur játaði Jan málið að hluta til í héraðsdómi, en bar fyrir sig að hann hefði verið í rétti þegar hann framkvæmdi gjörninginn. Aðalmeðferð málsins fer fram í næstu viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×