Innlent

Einna lægst hlutfall hér

Ungbarnadauði hefur verið lágur hér á landi miðað við önnur lönd undanfarinn áratug. Í fyrra dóu ellefu börn á fyrsta ári hér á landi. Það þýðir að af hverjum þúsund lifandi fæddum börnum dóu að meðaltali 2,5 börn. Þetta kemur fram hjá Hagstofunni.

Á Norðurlöndunum er hlutfall ungbarnadauða einungis lægra í Svíþjóð, eða 2,2. Ungbarnadauði er 2,7 af hverjum þúsund í Finnlandi, 3,2 í Noregi og 4,0 í Danmörku. Ungbarnadauði hefur lækkað jafnt og þétt hér á landi úr 27,3 börnum árið 1951 niður í tæp þrjú af hverjum þúsund síðustu ár.- ghs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×