Innlent

Minnst tíu lögreglubílar veittu manni eftirför

Minnst tíu lögreglubílar veittu bifreið eftirför eftir Vesturlandsveginum nú fyrir stundu en ökumaður sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglunnar.

Lögreglunni tókst að stöðva manninn nú fyrir stundu rétt hjá Grafarvoginum og var hann handtekinn. Lögreglan var að færa hann niður á lögreglustöð þegar Vísir náði tali af varðstjóra.

Engin meiðsl urðu á fólki en sjónarvottar sögðust hafa séð sjúkrabíl á vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×