Innlent

Eftirför á fjölda lögreglubíla

Fjöldi lögreglubíla veitti í gærkvöld ökumanni á fólksbíl eftirför frá Bústaðavegi upp á Vesturlandsveg ofan við Grafarvog.

Lögreglan segir einkennilegan akstursstíl mannsins hafa leitt til þess honum var gefið merki um að stöðva. Hann sinnti því hins vegar ekki heldur ók tryllingslega allt upp á Vesturlandsveg þar sem för hans var stöðvuð.

Engin mun hafa meiðst í eltingarleiknum en lögreglan telur manninn hafa skapað stórhættu með ofsaakstrinum. Talið er víst að hann hafi verið undir áhrifum fíkniefna. - gar








Fleiri fréttir

Sjá meira


×