Fleiri fréttir Evrópumálin gætu valdið stjórnarkreppu Ekki er útilokað að ólík sjónarmið varðandi Evrópusambandsaðild geti valdið stjórnarkreppu að loknum kosningum að mati stjórnmálafræðiprófessors. „Já, já, það er auðvitað alls ekki hægt að útiloka það," segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við Háskóla Íslands, þegar fréttastofa spyr hann um málið. 20.4.2009 22:42 Útilokar núverandi stjórnarsamstarf án niðurstöðu um ESB Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, útilokar samstarf við Vinstri hreyfinguna - grænt framboð nema að ágreiningur um aðildarviðræður við Evrópusambandið verði til lykta leiddur. Hann segir að Samfylkingin muni ekki selja frá sér aðildarviðræður við ESB frá sér við stjórnarmyndun. Þetta kom fram í máli Björgvins á borgarafundi sem sjónvarpað var beint á Ríkissjónvarpinu í kvöld. 20.4.2009 21:29 Smyglskútan væntanleg klukkan átta í fyrramálið Gert er ráð fyrir að varðskipið Týr komi að höfn í Eskifirði með meinta fíkniefnasmyglara úr smyglskútunni klukkan átta í fyrramálið. Stýrimenn og hásetar af varðskipinu sigla skútunni og varðskipið fylgir eftir, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Umm fimmleytið í dag var Týr um 45 sjómílur suður af Hvalbak og voru þá áttatíu sjómílur eftir til Eskifjarðar en einhverjar tafir hafa orðið vegna veðurs. 20.4.2009 22:58 Erlendir fjölmiðlar fá ekki viðtöl fram að kosningum Forsætisráðherra mun ekki veita erlendum fjölmiðlum viðtöl fyrr en eftir kosningar. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að bæði fréttamenn frá Al 20.4.2009 20:52 Mótmæla skattahækkunum á Facebook Rösklega fjögur þúsund manns hafa mótmælt mögulegum skattahækkunum á Facebook samskiptavefnum með því að skrá nafn sitt í hóp undir yfirskriftinni „Ég mótmæli skattahækkunum". 20.4.2009 23:47 Saving Iceland styður skyrslettuaðgerðir Saving Iceland styður þær aðgerðir sem fóru fram í dag þegar að skyri var slett inn á kosningaskrifstofur hjá Sjálfstæðisflokknum, Samfylkingu og Vinstri grænum, en segjast ekki bera ábyrgð á þeim. 20.4.2009 19:56 Aðildarviðræður fyrsta mál á dagskrá hjá Samfylkingunni Aðildarviðræður við Evrópusambandið er fyrsta mál á dagskrá og brýnasta verkefnið framundan. Þetta sagði Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, í kosningaumræðum Stöðvar 2 nú í kvöld. Árni Páll sagði að Samfylkingin myndi leggja höfuðáherslu á Evrópusambandsaðild í stjórnarmyndunarviðræðum að loknum kosningum. Þá sagði Árni Páll að það stæði ekki til að afsala sér yfirráðum yfir auðlindinni. 20.4.2009 19:40 Næsta olíuleit út af Norðurlandi Næsta olíuleitarsvæði Íslendinga á eftir Drekasvæðinu verður skammt undan Norðurlandi, út af Eyjafirði og Skjálfanda, samkvæmt áformum Orkustofnunar. 20.4.2009 19:09 Höfuðpaurarnir áður verið ákærðir fyrir stórfellt smygl Tveir menn sem sýknaðir voru í stóru kókaínmáli árið 2007 eru taldir vera höfuðpaurarnir í smygli á 109 kílóum af fíkniefnum. Þeir voru sýknaðir í málinu og stendur annar þeirra í skaðabótamáli við íslenska ríkið þar sem hann krefst fimmtán milljóna í bætur fyrir að hafa setið í gæsluvarðhaldi í tengslum við málið. 20.4.2009 18:43 Tæplega helmingur vill Guðlaug Þór af lista Rösklega 49% vilja að Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður víki af lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Þetta eru niðurstöður könnunar sem Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Bifröst gerði. 20.4.2009 18:19 Atlantsolía styrkti Samfylkinguna um tvær milljónir Atlantsolia styrkti Samfylkinguna um tvær milljónir árið 2006. Styrkir komu til flokksins í tvennu lagi. Þetta staðfestir framkvæmdarstjóri fyrirtæksins. 20.4.2009 18:07 Alls 35 námskeið í boði hjá HÍ í sumar Háskóli Íslands mun bjóða upp á 35 námskeið á sumarönn og gera nemendum kleift að þreyta hartnær 100 próf í haust ásamt því að bjóða þeim aðstöðu til sjálfsnáms og verkefnavinnu. 20.4.2009 18:01 Skútumálið - fréttaskýring Alls hafa sex einstaklingar verið handteknir í umfangsmesta og stærsta fíkniefnsmygli Íslandssögunnar. Lögreglan er þegar búinn að leggja hald á 109 kíló af hvítu dufti, amfetamíni eða Kókaíni, maríjúna, hassi og svo MDMA eða E-töflur eins og efnið er iðullega nefnt. 20.4.2009 17:53 Telur að stjórnmálamenn eigi ekki að koma að stýrivaxtaákvörðunum „Mér líst ekkert á þessa hugmynd. Þessi hugmynd gengur þvert á þá hugmyndafræði sem menn hafa lært um peningamálastjórn í gegnum tíðina að vextir eiga að byggja á miklum rannsóknum," segir Tryggvi Þór Herbertsson um þá hugmynd að stjórnmálamenn blandi sér í ákvarðanir um stýrivexti Seðlabankans. 20.4.2009 17:51 Púlsinn tekinn á Evrópumálum að loknum kvöldfréttum Fréttastofan mun taka púlsinn á stefnu stjórnmálaflokkanna í Evrópumálum og krefja þá um rök þeirra fyrir þeirra stefnu í ítarlegu spjalli Heimis Más Péturssonar og Sólveigar Bergmann við frambjóðendur allra flokka strax að loknum kvöldfréttum á Stöð 2. 20.4.2009 17:44 Mátti ekki kalla Agnesi „gagghænu“ Ástþór Magnússon talsmaður lýðræðishreyfingarinnar segist ekki hafa mátt kalla Agnesi Bragadóttur blaðamann Morgunblaðsins „gagghænu“ í aðsendri grein sem birtist í blaðinu á morgun. Ritstjóri Morgunblaðsins bað hann um að taka orðið út sem hann féllst á. Þetta kom fram í viðtali sem Ástþór var í mbl.is hjá þeim Agnesi og Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur. Agnes sagði Ástþór vera dóna. 20.4.2009 16:28 Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í Suðurkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mests stuðnings í Suðurkjördæmi þrátt fyrir að tapa miklu fylgi miðað við þingkosningarnar 2007. Samfylkingin kemur rétt á eftir Sjálfstæðisflokknum og munar hálfu prósentustigi á stuðningi almennings við flokkanna. Þetta kemur fram í nýrri könnun Capacent-Gallup fyrir Ríkisútvarpið. 20.4.2009 16:06 Konurnar komnar niður af Öræfajökli Meðlimir Björgunarfélags Hornafjarðar eru komnir niður af Öræfajökli þar sem þeir sóttu þrjár konur sem voru í vandræðum þar. Konurnar, höfðu gengið frá Jökulheimum yfir Vatnajökul, óskuðu eftir aðstoð ofan við Tjaldskarð á jöklinum 20.4.2009 16:00 Skyri slett á fleiri kosningaskrifstofur Fjórir grímuklæddir piltar slettu skyri með grænni málningu á kosningaskrifstofur Framsóknarflokksins í Kópavogi og Sjálfstæðisflokksins í Ármúla í dag. 20.4.2009 15:27 Gekk í skrokk á sambýliskonu og kýldi löggu Þrjátíu og fimm ára gamall erlendur karlmaður var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag í í tólf mánaða fangelsi fyrir hrottalega líkamsárás á fyrrum sambýliskonu sína, umferðarlagabrot og fyrir að hafa kýlt lögregluþjón. Maðurinn reyndi einnig að skalla annan lögregluþjón þegar hann var fluttur í fangageymslur lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu. Af þessum tólf mánuðum eru níu skilorðsbundnir. Maðurinn játaði brot sín skýlaust fyrir dómi. 20.4.2009 15:11 Nýjar og ógeðfelldar aðferðir í kosningabaráttunni „Þetta er allavega ný aðferð í kosningabaráttunni hér á landi. Ég man eftir allnokkrum kosningabaráttum en ég man ekki eftir að því að auglýsingar séu birtar með þessum hætti. Þetta er nýtt og afar ógeðfellt," segir Sigrún Jónsdóttir framkvæmdarstjóri Samfylkingarinnar. 20.4.2009 14:36 Smyglskútan leigð frá Belgíu - Myndir Smyglskútan sem þrír menn voru handteknir á í gærkvöldi heitir Sirtaki og er fjörtíu fet að lengd. Skráður eigandi skútunnar er fyrirtækið Channel sailing sem leigir skútur frá Belgíu. Skútan er leigð út samkvæmt heimasíðu fyrirtæksins. 20.4.2009 14:34 Kynna framboð sumarnámskeiða við HÍ Ákvörðun um fjölda og framkvæmd sumarnámskeiða við Háskóla Íslands verður kynnt síðar í dag. Hagsmunafélög stúdenta kröfðust að boði yrði upp á sumarannir svo nemar í fullu námi og á námslánum gætu iðkað nám sitt í stað þess að fara út á dauflegan atvinnumarkaðinn. 20.4.2009 13:59 Yfirgáfu salinn undir ræðu forseta Írans Fjölmargir sendifulltrúar gengu fyrir stundu út af fundi á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um kynþáttafordóma sem haldin er í Genf í Sviss. Þetta gerðist undir ræðu Mahmouds Ahmadinejads forseta Írans. 20.4.2009 13:44 Ræða bókhald frambjóðenda Forsætisnefnd borgarstjórnar mun á allra næstu dögum ræða tillögu Ólafs F. Magnússonar sem felur í sér að frambjóðendur í prófkjörum fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar opni bókhald sitt, að sögn Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar forseta borgarstjórnar. Hann segir að nefndin komi hugsanlega næst saman á föstudaginn. 20.4.2009 13:38 Ritstjóri ákærður fyrir áfengislagabrot Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur höfðað mál á hendur Sigurjóni M. Egilssyni fyrrum ritstjóra Mannlífs vegna birtingar áfengisauglýsinga í blaðinu. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. 20.4.2009 12:42 Ísraelar æfir Sameinuðu þjóðunum Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna harmar hve mörg ríki heims hafi ákveðið að sniðganga ráðstefnu um kynþáttamisrétti sem hófst í Genf í Sviss í morgun. Forseti Írans verður á ráðstefnunni og óttast margir að hann muni nota ráðstefnuna sem vettvang fyrir gyðingahatur. 20.4.2009 12:20 Flugræninginn á Jamaíku gafst upp Jamaískur karlmaður sem tók áhöfn kanadískrar farþegaflugvélar í gíslingu í Montego-flóa á Jamaíku í nótt gafst upp nú skömmu fyrir fréttir. Jamaísk yfirvöld segja manninn rétt rúmlega tvítugan og eiga við andlega erfiðleika að stríða. Maðurinn réðst um borð í flugvélina og rændi verðmætum af farþegum. Síðan sleppti hann þeim en hélt eftir sex áhafnarmeðlimum í gíslinu. Hann krafðist þess að flogið yrði með hann til Kúbu. Hann sleppti gíslunum sex nú rétt í þessu og gaf sig fram við lögreglu. Engan sakaði. 20.4.2009 12:13 Davíð vildi knésetja Styrmi Davíð Oddsson, þá forsætisráðherra, vildi að Landsbankinn knésetti Styrmi Gunnarsson, ritstjóra Morgunblaðsins, þegar Viðeyjarstjórnin var í fjörbrotum. Þetta fullyrðir Sverrir Hermannsson, þáverandi bankastjóri Landbankans. 20.4.2009 12:00 VG stærsti stjórnmálaflokkur landsins Vinstri hreyfingin - grænt framboð mælist með mest fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Háskólans á Bifröst.Samkvæmt niðurstöðum könnunar Háskólans á Bifröst á fylgi flokkanna, sem birtar voru í morgun, mælist Vinstri hreyfingin grænt framboð með rúmlega 31% fylgi - hjá þeim sem afstöðu tóku. 20.4.2009 11:57 Slettu skyri á kosningaskrifstofu Fjórir grímuklæddir piltar réðust inn á kosningaskrifstofu Samfylkingarinnar í verslunarmiðstöðinni Firðinum í Hafnarfirði á tólfta tímanum í dag og slettu mjólkurafurðum yfir auglýsingaefni og húsbúnað. 20.4.2009 11:28 Fagna nýjum lögum sem banna vændiskaup Jafnréttisstofa fagnar því að Alþingi hafi samþykkt frumvarp um breytingar á hegningarlögum, sem gerir kaup á vændi refsiverð. Í tilkynningu segir að Jafnréttisstofa telji að um mikilvægt skref í jafnréttismálum sé að ræða, sem vinni gegn kynbundnu ofbeldi og mansali. 20.4.2009 10:53 109 kíló af fíkniefnum komu með skútunni Á blaðamannafundi sem haldinn var á lögreglustöðinni á Hverfisgötu fyrir stundu í tengslum við fíkniefnafund á Austurlandi í gærdag kom fram að lögreglan hafi upprætt um 109 kíló af fíkniefnum. Um var að ræða hass, maríjúana, amfetamín og einnig nokkur þúsund e-töflur. Sex hafa verið handteknir vegna málsins. Þar af voru þrír um borð í skútu sem sigldi með efnin hingað til lands, en þeir eru á leið til landsins. Þar voru tveir íslendingar og einn hollendingur. Einn mannanna er á þrítugsaldri og hinir tveir á fimmtugsaldri. 20.4.2009 10:33 Andrés nýr formaður almannatengla Andrés Jónsson, stofnandi Góðra samskipta, var kjörinn formaður Almannatengslafélags Íslands á aðalfundi félagsins á föstudaginn. Hjördís Árnadóttir fyrrverandi íþróttafréttamaður og núverandi upplýsingafulltrúi Actavis var kjörin varaformaður. 20.4.2009 10:17 Björgunarsveit sækir konur á Öræfajökli Meðlimir Björgunarfélags Hornafjarðar eru nú á leið á Öræfajökul að sækja þrjár konur sem eru í vandræðum þar. Konurnar, sem hafa gengið frá Jökulheimum yfir Vatnajökul, eru nú staddar ofan við Tjaldskarð á Öræfajökli, að fram kemur í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. 20.4.2009 09:40 Tveir Íslendingar og einn Hollendingur um borð í skútunni Heimildir fréttastofu herma að tveir þeirra sem teknir voru um borð í skútunni í gærkvöldi sem talið er að hafi smyglað rúmlega hundrað kílóum af fíkniefnum til landsins, séu Íslendingar. Þriðji maðurinn sem var um borð í skútunni mun vera Hollendingur. 20.4.2009 08:52 Segir ESB aðild ekki nást án samþykkis Sjálfstæðisflokksins „Þeir, sem standa að söfnun undirskrifta undir kjörorðinu sammala.is, átta sig á því, að markmið þeirra um aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB) næst ekki, nema þeim takist að vinna málstað sínum fylgis innan Sjálfstæðisflokksins.“ 20.4.2009 08:48 Harmar að ríki sniðganga ráðstefnu SÞ Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, harmar hve mörg ríki hyggist sniðganga ráðstefnu um kynþáttamisrétti sem hefst í Sviss í dag en talið er að ráðstefnan sé fyrir fram farin í vaskinn. 20.4.2009 08:44 Tíu ár frá Columbine-morðunum Þess er nú minnst í bænum Littleton í Colorado að 10 ár eru í dag liðin síðan þeir Eric Harris og Dylan Klebold mættu í Columbine-framhaldsskólann þar í bænum gráir fyrir járnum og skutu til bana 12 samnemendur sína og einn kennara auk þess að særa 23. 20.4.2009 08:34 Playboy rannsakar skemmtanalíf í háskólum Eftir langvinnar rannsóknir og mikla fræðimennsku gerði Playboy það heyrum kunnugt nú fyrir helgina að fjörugasti háskóli Bandaríkjanna væri Háskólinn í Miami. Þeir hjá Playboy tala þarna um „top party school" og birta í ritinu lista yfir þá tíu skóla sem helst eru taldir skara fram úr á þessu sviði. 20.4.2009 08:30 Darling sagður spá dýpstu efnahagslægð í 60 ár Búist er við að Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, spái dýpstu efnahagslægð í sögu Bretlands síðan á dögum seinni heimsstyrjaldarinnar þegar hann flytur fjárlagaræðu sína í breska þinginu á miðvikudaginn. 20.4.2009 08:28 Skora á Útlendingastofnun að endurskoða stefnu Ung vinstri græn skora á Útlendingastofnun að endurskoða stefnu sína í málefnum flóttamanna og hælisleitenda, sem þau segja að hingað til virðist einungis hafa falist í því að vísa flóttamönnum úr landi. 20.4.2009 08:26 TÝR á leið til hafnar með mennina Mennirnir þrír sem taknir voru um borð í skútunni sem notuð var í stærsta fíkniefnasmygli sögunnar í gær eru enn um borð í varðskipinu TÝ. Friðrik Smári Björgvinsson hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að skipið fari hægt yfir þar sem skútan er með í togi. Hann segir óljóst hvenær von sé á skipinu til hafnar en sennilega verði það ekki fyrr en seint í kvöld. 20.4.2009 08:20 Of þungt fólk stuðlar að mengun Of þungt fólk stuðlar að aukinni mengun í heiminum þar sem það þarf meira eldsneyti til að koma sér milli staða. 20.4.2009 07:16 Rændi kanadískri þotu á Jamaíka Flugræningi á Jamaíka heldur fimm manna áhöfn og tveimur farþegum í gíslingu um borð í þotu á flugvellinum í Montego-flóa. Maðurinn mun hafa komist um borð í þotuna, sem var að leggja af stað til Halifax í Kanada, með því að sýna öryggisvörðum fölsuð skilríki. Hann hefur þegar leyft 167 farþegum að fara frá borði en ekki er enn ljóst hverjar kröfur hans eru. 20.4.2009 07:15 Sjá næstu 50 fréttir
Evrópumálin gætu valdið stjórnarkreppu Ekki er útilokað að ólík sjónarmið varðandi Evrópusambandsaðild geti valdið stjórnarkreppu að loknum kosningum að mati stjórnmálafræðiprófessors. „Já, já, það er auðvitað alls ekki hægt að útiloka það," segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við Háskóla Íslands, þegar fréttastofa spyr hann um málið. 20.4.2009 22:42
Útilokar núverandi stjórnarsamstarf án niðurstöðu um ESB Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, útilokar samstarf við Vinstri hreyfinguna - grænt framboð nema að ágreiningur um aðildarviðræður við Evrópusambandið verði til lykta leiddur. Hann segir að Samfylkingin muni ekki selja frá sér aðildarviðræður við ESB frá sér við stjórnarmyndun. Þetta kom fram í máli Björgvins á borgarafundi sem sjónvarpað var beint á Ríkissjónvarpinu í kvöld. 20.4.2009 21:29
Smyglskútan væntanleg klukkan átta í fyrramálið Gert er ráð fyrir að varðskipið Týr komi að höfn í Eskifirði með meinta fíkniefnasmyglara úr smyglskútunni klukkan átta í fyrramálið. Stýrimenn og hásetar af varðskipinu sigla skútunni og varðskipið fylgir eftir, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Umm fimmleytið í dag var Týr um 45 sjómílur suður af Hvalbak og voru þá áttatíu sjómílur eftir til Eskifjarðar en einhverjar tafir hafa orðið vegna veðurs. 20.4.2009 22:58
Erlendir fjölmiðlar fá ekki viðtöl fram að kosningum Forsætisráðherra mun ekki veita erlendum fjölmiðlum viðtöl fyrr en eftir kosningar. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að bæði fréttamenn frá Al 20.4.2009 20:52
Mótmæla skattahækkunum á Facebook Rösklega fjögur þúsund manns hafa mótmælt mögulegum skattahækkunum á Facebook samskiptavefnum með því að skrá nafn sitt í hóp undir yfirskriftinni „Ég mótmæli skattahækkunum". 20.4.2009 23:47
Saving Iceland styður skyrslettuaðgerðir Saving Iceland styður þær aðgerðir sem fóru fram í dag þegar að skyri var slett inn á kosningaskrifstofur hjá Sjálfstæðisflokknum, Samfylkingu og Vinstri grænum, en segjast ekki bera ábyrgð á þeim. 20.4.2009 19:56
Aðildarviðræður fyrsta mál á dagskrá hjá Samfylkingunni Aðildarviðræður við Evrópusambandið er fyrsta mál á dagskrá og brýnasta verkefnið framundan. Þetta sagði Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, í kosningaumræðum Stöðvar 2 nú í kvöld. Árni Páll sagði að Samfylkingin myndi leggja höfuðáherslu á Evrópusambandsaðild í stjórnarmyndunarviðræðum að loknum kosningum. Þá sagði Árni Páll að það stæði ekki til að afsala sér yfirráðum yfir auðlindinni. 20.4.2009 19:40
Næsta olíuleit út af Norðurlandi Næsta olíuleitarsvæði Íslendinga á eftir Drekasvæðinu verður skammt undan Norðurlandi, út af Eyjafirði og Skjálfanda, samkvæmt áformum Orkustofnunar. 20.4.2009 19:09
Höfuðpaurarnir áður verið ákærðir fyrir stórfellt smygl Tveir menn sem sýknaðir voru í stóru kókaínmáli árið 2007 eru taldir vera höfuðpaurarnir í smygli á 109 kílóum af fíkniefnum. Þeir voru sýknaðir í málinu og stendur annar þeirra í skaðabótamáli við íslenska ríkið þar sem hann krefst fimmtán milljóna í bætur fyrir að hafa setið í gæsluvarðhaldi í tengslum við málið. 20.4.2009 18:43
Tæplega helmingur vill Guðlaug Þór af lista Rösklega 49% vilja að Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður víki af lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Þetta eru niðurstöður könnunar sem Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Bifröst gerði. 20.4.2009 18:19
Atlantsolía styrkti Samfylkinguna um tvær milljónir Atlantsolia styrkti Samfylkinguna um tvær milljónir árið 2006. Styrkir komu til flokksins í tvennu lagi. Þetta staðfestir framkvæmdarstjóri fyrirtæksins. 20.4.2009 18:07
Alls 35 námskeið í boði hjá HÍ í sumar Háskóli Íslands mun bjóða upp á 35 námskeið á sumarönn og gera nemendum kleift að þreyta hartnær 100 próf í haust ásamt því að bjóða þeim aðstöðu til sjálfsnáms og verkefnavinnu. 20.4.2009 18:01
Skútumálið - fréttaskýring Alls hafa sex einstaklingar verið handteknir í umfangsmesta og stærsta fíkniefnsmygli Íslandssögunnar. Lögreglan er þegar búinn að leggja hald á 109 kíló af hvítu dufti, amfetamíni eða Kókaíni, maríjúna, hassi og svo MDMA eða E-töflur eins og efnið er iðullega nefnt. 20.4.2009 17:53
Telur að stjórnmálamenn eigi ekki að koma að stýrivaxtaákvörðunum „Mér líst ekkert á þessa hugmynd. Þessi hugmynd gengur þvert á þá hugmyndafræði sem menn hafa lært um peningamálastjórn í gegnum tíðina að vextir eiga að byggja á miklum rannsóknum," segir Tryggvi Þór Herbertsson um þá hugmynd að stjórnmálamenn blandi sér í ákvarðanir um stýrivexti Seðlabankans. 20.4.2009 17:51
Púlsinn tekinn á Evrópumálum að loknum kvöldfréttum Fréttastofan mun taka púlsinn á stefnu stjórnmálaflokkanna í Evrópumálum og krefja þá um rök þeirra fyrir þeirra stefnu í ítarlegu spjalli Heimis Más Péturssonar og Sólveigar Bergmann við frambjóðendur allra flokka strax að loknum kvöldfréttum á Stöð 2. 20.4.2009 17:44
Mátti ekki kalla Agnesi „gagghænu“ Ástþór Magnússon talsmaður lýðræðishreyfingarinnar segist ekki hafa mátt kalla Agnesi Bragadóttur blaðamann Morgunblaðsins „gagghænu“ í aðsendri grein sem birtist í blaðinu á morgun. Ritstjóri Morgunblaðsins bað hann um að taka orðið út sem hann féllst á. Þetta kom fram í viðtali sem Ástþór var í mbl.is hjá þeim Agnesi og Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur. Agnes sagði Ástþór vera dóna. 20.4.2009 16:28
Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í Suðurkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mests stuðnings í Suðurkjördæmi þrátt fyrir að tapa miklu fylgi miðað við þingkosningarnar 2007. Samfylkingin kemur rétt á eftir Sjálfstæðisflokknum og munar hálfu prósentustigi á stuðningi almennings við flokkanna. Þetta kemur fram í nýrri könnun Capacent-Gallup fyrir Ríkisútvarpið. 20.4.2009 16:06
Konurnar komnar niður af Öræfajökli Meðlimir Björgunarfélags Hornafjarðar eru komnir niður af Öræfajökli þar sem þeir sóttu þrjár konur sem voru í vandræðum þar. Konurnar, höfðu gengið frá Jökulheimum yfir Vatnajökul, óskuðu eftir aðstoð ofan við Tjaldskarð á jöklinum 20.4.2009 16:00
Skyri slett á fleiri kosningaskrifstofur Fjórir grímuklæddir piltar slettu skyri með grænni málningu á kosningaskrifstofur Framsóknarflokksins í Kópavogi og Sjálfstæðisflokksins í Ármúla í dag. 20.4.2009 15:27
Gekk í skrokk á sambýliskonu og kýldi löggu Þrjátíu og fimm ára gamall erlendur karlmaður var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag í í tólf mánaða fangelsi fyrir hrottalega líkamsárás á fyrrum sambýliskonu sína, umferðarlagabrot og fyrir að hafa kýlt lögregluþjón. Maðurinn reyndi einnig að skalla annan lögregluþjón þegar hann var fluttur í fangageymslur lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu. Af þessum tólf mánuðum eru níu skilorðsbundnir. Maðurinn játaði brot sín skýlaust fyrir dómi. 20.4.2009 15:11
Nýjar og ógeðfelldar aðferðir í kosningabaráttunni „Þetta er allavega ný aðferð í kosningabaráttunni hér á landi. Ég man eftir allnokkrum kosningabaráttum en ég man ekki eftir að því að auglýsingar séu birtar með þessum hætti. Þetta er nýtt og afar ógeðfellt," segir Sigrún Jónsdóttir framkvæmdarstjóri Samfylkingarinnar. 20.4.2009 14:36
Smyglskútan leigð frá Belgíu - Myndir Smyglskútan sem þrír menn voru handteknir á í gærkvöldi heitir Sirtaki og er fjörtíu fet að lengd. Skráður eigandi skútunnar er fyrirtækið Channel sailing sem leigir skútur frá Belgíu. Skútan er leigð út samkvæmt heimasíðu fyrirtæksins. 20.4.2009 14:34
Kynna framboð sumarnámskeiða við HÍ Ákvörðun um fjölda og framkvæmd sumarnámskeiða við Háskóla Íslands verður kynnt síðar í dag. Hagsmunafélög stúdenta kröfðust að boði yrði upp á sumarannir svo nemar í fullu námi og á námslánum gætu iðkað nám sitt í stað þess að fara út á dauflegan atvinnumarkaðinn. 20.4.2009 13:59
Yfirgáfu salinn undir ræðu forseta Írans Fjölmargir sendifulltrúar gengu fyrir stundu út af fundi á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um kynþáttafordóma sem haldin er í Genf í Sviss. Þetta gerðist undir ræðu Mahmouds Ahmadinejads forseta Írans. 20.4.2009 13:44
Ræða bókhald frambjóðenda Forsætisnefnd borgarstjórnar mun á allra næstu dögum ræða tillögu Ólafs F. Magnússonar sem felur í sér að frambjóðendur í prófkjörum fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar opni bókhald sitt, að sögn Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar forseta borgarstjórnar. Hann segir að nefndin komi hugsanlega næst saman á föstudaginn. 20.4.2009 13:38
Ritstjóri ákærður fyrir áfengislagabrot Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur höfðað mál á hendur Sigurjóni M. Egilssyni fyrrum ritstjóra Mannlífs vegna birtingar áfengisauglýsinga í blaðinu. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. 20.4.2009 12:42
Ísraelar æfir Sameinuðu þjóðunum Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna harmar hve mörg ríki heims hafi ákveðið að sniðganga ráðstefnu um kynþáttamisrétti sem hófst í Genf í Sviss í morgun. Forseti Írans verður á ráðstefnunni og óttast margir að hann muni nota ráðstefnuna sem vettvang fyrir gyðingahatur. 20.4.2009 12:20
Flugræninginn á Jamaíku gafst upp Jamaískur karlmaður sem tók áhöfn kanadískrar farþegaflugvélar í gíslingu í Montego-flóa á Jamaíku í nótt gafst upp nú skömmu fyrir fréttir. Jamaísk yfirvöld segja manninn rétt rúmlega tvítugan og eiga við andlega erfiðleika að stríða. Maðurinn réðst um borð í flugvélina og rændi verðmætum af farþegum. Síðan sleppti hann þeim en hélt eftir sex áhafnarmeðlimum í gíslinu. Hann krafðist þess að flogið yrði með hann til Kúbu. Hann sleppti gíslunum sex nú rétt í þessu og gaf sig fram við lögreglu. Engan sakaði. 20.4.2009 12:13
Davíð vildi knésetja Styrmi Davíð Oddsson, þá forsætisráðherra, vildi að Landsbankinn knésetti Styrmi Gunnarsson, ritstjóra Morgunblaðsins, þegar Viðeyjarstjórnin var í fjörbrotum. Þetta fullyrðir Sverrir Hermannsson, þáverandi bankastjóri Landbankans. 20.4.2009 12:00
VG stærsti stjórnmálaflokkur landsins Vinstri hreyfingin - grænt framboð mælist með mest fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Háskólans á Bifröst.Samkvæmt niðurstöðum könnunar Háskólans á Bifröst á fylgi flokkanna, sem birtar voru í morgun, mælist Vinstri hreyfingin grænt framboð með rúmlega 31% fylgi - hjá þeim sem afstöðu tóku. 20.4.2009 11:57
Slettu skyri á kosningaskrifstofu Fjórir grímuklæddir piltar réðust inn á kosningaskrifstofu Samfylkingarinnar í verslunarmiðstöðinni Firðinum í Hafnarfirði á tólfta tímanum í dag og slettu mjólkurafurðum yfir auglýsingaefni og húsbúnað. 20.4.2009 11:28
Fagna nýjum lögum sem banna vændiskaup Jafnréttisstofa fagnar því að Alþingi hafi samþykkt frumvarp um breytingar á hegningarlögum, sem gerir kaup á vændi refsiverð. Í tilkynningu segir að Jafnréttisstofa telji að um mikilvægt skref í jafnréttismálum sé að ræða, sem vinni gegn kynbundnu ofbeldi og mansali. 20.4.2009 10:53
109 kíló af fíkniefnum komu með skútunni Á blaðamannafundi sem haldinn var á lögreglustöðinni á Hverfisgötu fyrir stundu í tengslum við fíkniefnafund á Austurlandi í gærdag kom fram að lögreglan hafi upprætt um 109 kíló af fíkniefnum. Um var að ræða hass, maríjúana, amfetamín og einnig nokkur þúsund e-töflur. Sex hafa verið handteknir vegna málsins. Þar af voru þrír um borð í skútu sem sigldi með efnin hingað til lands, en þeir eru á leið til landsins. Þar voru tveir íslendingar og einn hollendingur. Einn mannanna er á þrítugsaldri og hinir tveir á fimmtugsaldri. 20.4.2009 10:33
Andrés nýr formaður almannatengla Andrés Jónsson, stofnandi Góðra samskipta, var kjörinn formaður Almannatengslafélags Íslands á aðalfundi félagsins á föstudaginn. Hjördís Árnadóttir fyrrverandi íþróttafréttamaður og núverandi upplýsingafulltrúi Actavis var kjörin varaformaður. 20.4.2009 10:17
Björgunarsveit sækir konur á Öræfajökli Meðlimir Björgunarfélags Hornafjarðar eru nú á leið á Öræfajökul að sækja þrjár konur sem eru í vandræðum þar. Konurnar, sem hafa gengið frá Jökulheimum yfir Vatnajökul, eru nú staddar ofan við Tjaldskarð á Öræfajökli, að fram kemur í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. 20.4.2009 09:40
Tveir Íslendingar og einn Hollendingur um borð í skútunni Heimildir fréttastofu herma að tveir þeirra sem teknir voru um borð í skútunni í gærkvöldi sem talið er að hafi smyglað rúmlega hundrað kílóum af fíkniefnum til landsins, séu Íslendingar. Þriðji maðurinn sem var um borð í skútunni mun vera Hollendingur. 20.4.2009 08:52
Segir ESB aðild ekki nást án samþykkis Sjálfstæðisflokksins „Þeir, sem standa að söfnun undirskrifta undir kjörorðinu sammala.is, átta sig á því, að markmið þeirra um aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB) næst ekki, nema þeim takist að vinna málstað sínum fylgis innan Sjálfstæðisflokksins.“ 20.4.2009 08:48
Harmar að ríki sniðganga ráðstefnu SÞ Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, harmar hve mörg ríki hyggist sniðganga ráðstefnu um kynþáttamisrétti sem hefst í Sviss í dag en talið er að ráðstefnan sé fyrir fram farin í vaskinn. 20.4.2009 08:44
Tíu ár frá Columbine-morðunum Þess er nú minnst í bænum Littleton í Colorado að 10 ár eru í dag liðin síðan þeir Eric Harris og Dylan Klebold mættu í Columbine-framhaldsskólann þar í bænum gráir fyrir járnum og skutu til bana 12 samnemendur sína og einn kennara auk þess að særa 23. 20.4.2009 08:34
Playboy rannsakar skemmtanalíf í háskólum Eftir langvinnar rannsóknir og mikla fræðimennsku gerði Playboy það heyrum kunnugt nú fyrir helgina að fjörugasti háskóli Bandaríkjanna væri Háskólinn í Miami. Þeir hjá Playboy tala þarna um „top party school" og birta í ritinu lista yfir þá tíu skóla sem helst eru taldir skara fram úr á þessu sviði. 20.4.2009 08:30
Darling sagður spá dýpstu efnahagslægð í 60 ár Búist er við að Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, spái dýpstu efnahagslægð í sögu Bretlands síðan á dögum seinni heimsstyrjaldarinnar þegar hann flytur fjárlagaræðu sína í breska þinginu á miðvikudaginn. 20.4.2009 08:28
Skora á Útlendingastofnun að endurskoða stefnu Ung vinstri græn skora á Útlendingastofnun að endurskoða stefnu sína í málefnum flóttamanna og hælisleitenda, sem þau segja að hingað til virðist einungis hafa falist í því að vísa flóttamönnum úr landi. 20.4.2009 08:26
TÝR á leið til hafnar með mennina Mennirnir þrír sem taknir voru um borð í skútunni sem notuð var í stærsta fíkniefnasmygli sögunnar í gær eru enn um borð í varðskipinu TÝ. Friðrik Smári Björgvinsson hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að skipið fari hægt yfir þar sem skútan er með í togi. Hann segir óljóst hvenær von sé á skipinu til hafnar en sennilega verði það ekki fyrr en seint í kvöld. 20.4.2009 08:20
Of þungt fólk stuðlar að mengun Of þungt fólk stuðlar að aukinni mengun í heiminum þar sem það þarf meira eldsneyti til að koma sér milli staða. 20.4.2009 07:16
Rændi kanadískri þotu á Jamaíka Flugræningi á Jamaíka heldur fimm manna áhöfn og tveimur farþegum í gíslingu um borð í þotu á flugvellinum í Montego-flóa. Maðurinn mun hafa komist um borð í þotuna, sem var að leggja af stað til Halifax í Kanada, með því að sýna öryggisvörðum fölsuð skilríki. Hann hefur þegar leyft 167 farþegum að fara frá borði en ekki er enn ljóst hverjar kröfur hans eru. 20.4.2009 07:15