Innlent

Skora á Útlendingastofnun að endurskoða stefnu

Ung vinstri græn skora á Útlendingastofnun að endurskoða stefnu sína í málefnum flóttamanna og hælisleitenda, sem þau segja að hingað til virðist einungis hafa falist í því að vísa flóttamönnum úr landi.

Í áskoruninni hvetur hreyfingin stofnunina til að taka mannúðlegri afstöðu og forgangsraða í þágu mannréttinda, frekar en að fela sig bakvið undarlega túlkun Dyflinnarsáttmálans eins og það er orðað. Þau benda á að Dyflinnarsáttmálinn krefjist þess ekki að Íslendingar sendi fólk aftur til landsins sem það kom fyrst til í Evrópu og að hann firri stjórnvöld alls ekki þeirri ábyrgð að taka á réttlátan hátt á málum hælisleitenda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×