Innlent

Segir ESB aðild ekki nást án samþykkis Sjálfstæðisflokksins

„Þeir, sem standa að söfnun undirskrifta undir kjörorðinu sammala.is, átta sig á því, að markmið þeirra um aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB) næst ekki, nema þeim takist að vinna málstað sínum fylgis innan Sjálfstæðisflokksins."

Þetta segir í pistli sem Björn Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins ritar á vefsíðuna amx.is.

„Varðstaða okkar þingmanna Sjálfstæðisflokksins um stjórnarskrána á lokadögum alþingis sýnir, hve fráleitt er að ætla sér að ná svo stóru máli fram, án þess að vinna sér stuðning sjálfstæðismanna. Hið sama á við um aðild að Evrópusambandinu. Hún nær aldrei fram að ganga á Íslandi, nema Sjálfstæðisflokkurinn leggi henni lið. Málið er svo einfalt," að mati Björns.

Björn segir að ESB-aðildarsinnar urðu undir á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. „Það auðveldaði okkur andstæðingum aðildar róðurinn á fundinum, hve ögrandi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi formaður Samfylkingarinnar, hélt á Evrópumálum gagnvart sjálfstæðismönnum.

Á sama hátt þjappaði það okkur þingmönnum flokksins saman vegna stjórnarskrárbreytinganna, hve ögrandi Jóhanna Sigurðardóttir, núverandi formaður Samfylkingarinnar, hélt á stjórnarskrármálinu. Hvorugri er það til lista lagt að laða sjálfstæðismenn til samstarfs við sig."





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×