Innlent

Björgunarsveit sækir konur á Öræfajökli

Meðlimir Björgunarfélags Hornafjarðar eru nú á leið á Öræfajökul að sækja þrjár konur sem eru í vandræðum þar. Konurnar, sem hafa gengið frá Jökulheimum yfir Vatnajökul, eru nú staddar ofan við Tjaldskarð á Öræfajökli, að fram kemur í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.

Símasamband er við konurnar og amar ekkert að þeim annað en þreyta. Færi er erfitt en mikið hefur snjóað á jöklinum um helgina.

Búist er við að björgunarsveitin verði komin að konunum í fyrsta lagi um hádegisbil.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×