Innlent

Alls 35 námskeið í boði hjá HÍ í sumar

Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra og Hildur Björnsdóttir, formaður Stúdentaráðs HÍ þegar ákvörðunin var tilkynnt í dag.
Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra og Hildur Björnsdóttir, formaður Stúdentaráðs HÍ þegar ákvörðunin var tilkynnt í dag.
Háskóli Íslands mun bjóða upp á 35 námskeið á sumarönn og gera nemendum kleift að þreyta hartnær 100 próf í haust ásamt því að bjóða þeim aðstöðu til sjálfsnáms og verkefnavinnu.

Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, hefur unnið að því undanfarnar vikur ásamt forsetum fræðasviða Háskólans, Stúdentaráði og Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra, að tryggja sumarnám við Háskólann. Menntamálaráðherra, rektor og Hildur Björnsdóttir, formaður Stúdentaráðs, tilkynntu niðurstöðu úr þeirri vinnu á blaðamannafundi í Háskóla Íslands í dag.

Menntamálaráðherra sagði á fundinum að Háskóli Íslands fengi aukafjárveitingu ásamt Lánasjóði íslenskra námsmanna til að standa undir þeim kostnaði sem hlýst af þessari auknu þjónustu Háskólans. Í fréttatilkynningu frá Háskóla Íslands kemur fram að áætlaður kostnaður vegna sumarnáms Háskólans og prófa á hans vegum sé um 50 milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×