Innlent

Smyglskútan leigð frá Belgíu - Myndir

Vikuleiga á skútunni eru frá 300 þúsund krónum.
Vikuleiga á skútunni eru frá 300 þúsund krónum.

Smyglskútan sem þrír menn voru handteknir á í gærkvöldi heitir Sirtaki og er fjörtíu fet að lengd. Skráður eigandi skútunnar er fyrirtækið Channel sailing sem leigir skútur frá Belgíu. Skútan er leigð út samkvæmt heimasíðu fyrirtæksins.

Teikningar af skútunni.

Vikuleiga á skútunni er frá þrjúhundruð þúsund krónum upp í tæpa hálfa milljón.

Alls eru tvær sturtu um borð í skútunni.

Skútan er hin veglegasta og er af gerðinni Océanis 43 árgerð 2008. Skútan er með tvær sturtur innanborðs og vel til þess fallin að sigla langar vegalengdir. Átta til tíu manns komast fyrir í skútunni.

Samkvæmt lögreglunni er enn verið að kanna hvort skútunni hafi verið stolið eða hún hafi verið leigð.

Alls voru sex menn handteknir vegna málsins en þeir reyndu að smygla 109 kílóum af hassi, amfetamíni og e-töflum. Þrír menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 11. maí vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×