Erlent

Rændi kanadískri þotu á Jamaíka

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Flugræningi á Jamaíka heldur fimm manna áhöfn og tveimur farþegum í gíslingu um borð í þotu á flugvellinum í Montego-flóa. Maðurinn mun hafa komist um borð í þotuna, sem var að leggja af stað til Halifax í Kanada, með því að sýna öryggisvörðum fölsuð skilríki. Hann hefur þegar leyft 167 farþegum að fara frá borði en ekki er enn ljóst hverjar kröfur hans eru.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×