Innlent

Konurnar komnar niður af Öræfajökli

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.
Meðlimir Björgunarfélags Hornafjarðar eru komnir niður af Öræfajökli þar sem þeir sóttu þrjár konur sem voru í vandræðum þar. Konurnar, höfðu gengið frá Jökulheimum yfir Vatnajökul, óskuðu eftir aðstoð ofan við Tjaldskarð á jöklinum

Ólöf Snæhólm Baldursdóttir upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, sagði í samtali við fréttastofu að för björgunarsveitarmanna hafi gengið vel og klukkan rúmlega hálfellefu komu þeir að konunum. Klukkustund síðar lagði hópurinn af stað niður og gekk vel að koma konunum niður af jöklinum.


Tengdar fréttir

Björgunarsveit sækir konur á Öræfajökli

Meðlimir Björgunarfélags Hornafjarðar eru nú á leið á Öræfajökul að sækja þrjár konur sem eru í vandræðum þar. Konurnar, sem hafa gengið frá Jökulheimum yfir Vatnajökul, eru nú staddar ofan við Tjaldskarð á Öræfajökli, að fram kemur í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×