Innlent

Andrés nýr formaður almannatengla

Andrés Jónsson.
Andrés Jónsson.

Andrés Jónsson, stofnandi Góðra samskipta, var kjörinn formaður Almannatengslafélags Íslands á aðalfundi félagsins á föstudaginn. Hjördís Árnadóttir fyrrverandi íþróttafréttamaður og núverandi upplýsingafulltrúi Actavis var kjörin varaformaður.

Fram kemur í tilkynningu að fjörugar umræður sköpuðust á fundinum um hlutverk almannatengla, ímynd þeirra og samskipti við fjölmiðla. Fráfarandi stjórn lagði til að fyrsti heiðursfélagi Almannatengslafélagsins yrði Jón Hákon Magnússon, stofnandi KOM. Fundurinn samþykkti útnefninguna einróma og var Jóni Hákoni afhent skjal þess efnis á fundinum.

Auk Andrésar og Hjördísar var Svanhvít Friðriksdóttir kjörin ritari, Lovísa Lilliendahl gjaldkeri og G. Pétur Matthíasson meðstjórnandi.

Í siðanefnd Almannatengslafélags Íslands voru kosin þau: Árdís Sigurðardóttir, Þorsteinn G. Gunnarsson, Ólafur Hauksson, Helga Guðrún Jónasdóttir og Magnea Guðmundsdóttir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×