Innlent

Fagna nýjum lögum sem banna vændiskaup

Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu.
Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu.
Jafnréttisstofa fagnar því að Alþingi hafi samþykkt frumvarp um breytingar á hegningarlögum, sem gerir kaup á vændi refsiverð. Í tilkynningu segir að Jafnréttisstofa telji að um mikilvægt skref í jafnréttismálum sé að ræða, sem vinni gegn kynbundnu ofbeldi og mansali.

Frumvarpið sem þingmenn úr röðum Framsóknarflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna stóðu að, var samþykkt þann 17. apríl með 27 atkvæðum gegn þremur, en 16 þingmenn sátu hjá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×