Fleiri fréttir Lengsti dómur níu og hálft ár Smyglmálið fyrir austan leiðir hugann að Pólstjörnumálinu svokallaða sem kom upp árið 2007. Sex sakborningar voru dæmdir hér á landi og einn í Færeyjum. Lengsta dóminn hlaut Einar Jökull Einarsson, níu og hálfs árs fangelsi fyrir að skipuleggja innflutninginn. 20.4.2009 00:01 Þrír menn handteknir um borð í skútunni Sérveitarmenn handtóku nú fyrir skömmu þrjá menn um borð í skútu fyrir austan land sem grunur leikur á að hafi verið notuð til að flytja rúmlega 100 kíló af fíkniefnum til landsins. Varðskipið TÝR stöðvaði skútuna eftir langa eftirför. 19.4.2009 23:23 Grunaður eiturlyfjasmyglari í meðferð fyrir fjórum mánuðum Yngsti smyglarinn af þremur sem voru handteknir við Djúpavog og Hornafjörð í gær vegna gruns um tilraun til þess að smygla hundrað kílóum af fíkniefnum til landsins með skútu, var í meðferð fyrir fjórum mánuðum síðan. 19.4.2009 22:00 Gæsluvarðhald til 11. maí Búið er að leiða alla þrjá mennina sem voru handteknir á Austurlandi í dag fyrir dómara. Þeir hafa allir verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 11. maí. 19.4.2009 19:23 Erlendir vildu fjárfesta í REI en fengu ekki Þrír alþjóðlegir fjárfestingarsjóðir höfðu áhuga að fjárfesta í Reykjavík Energy Invest áður félagið var sameinað Geysir Green Energy. Fulltrúar sjóðanna fengu hins vegar aldrei að koma að samningaborðinu. 19.4.2009 18:43 Fimmtán prófmál vegna gengistryggðra lána Hópur lögmanna ætlar að láta reyna á lögmæti gengistryggðra lána fyrir dómstólum. Bönkunum og jafnvel stjórnvöldum verður stefnt fyrir hönd íslenskra lántakenda. Einn þeirra er lögmaðurinn Björn Þorri Viktorsson. 19.4.2009 19:20 Tólf ára álitsgjafi Vinstri hreyfinguna grænt framboð skortir trúverðugar hugmyndir, Samfylkingin eyðir of miklu púðri í evrópumálin. Skuldaniðurfelling framsóknar er of dýr og Sjálfstæðismenn eru einfaldlega of miklir kapítalistar. Þetta segir 12 ára gamall kópavogsbúi sem bloggar um póitíkina af miklum móð. Sjá myndband. 19.4.2009 20:17 Einn hinna handteknu áður siglt skútu til Hornafjarðar Einn hinna handteknu í skútumálinu sem kom upp í dag hefur áður siglt skútu til Hafnar í Hornarfirði. Um er að ræða þrítugan karlmann sem áður hefur verið ákærður fyrir stórfellt fíkniefnasmygl. 19.4.2009 18:13 Smyglskúta enn ófundin Landhelgisgæslan og sérsveit ríkislögreglustjórans reyna enn að hafa uppi á skútunni sem smyglaði yfir hundrað kílóum af fíkniefnum til landsins. 19.4.2009 20:43 Telja sig hafa fundið grafhýsi Kleópötru Markús Antoníus og Kleópatra frömdu sjálfsmorð eftir að þau töpuðu sjóorrustunni gegn Oktavíanusi við Actium árið 31 fyrir Krist. 19.4.2009 18:15 Skútunnar enn leitað - tugir kílóa haldlögð Lögreglan leitar enn að skútunni samkvæmt fréttatilkynningu sem lögreglan sendi frá sér vegna fíkniefnamálsins. Lögreglan hefur lagt hald á tugi kílóa af fíkniefnum en þeir vilja ekki gefa upp hvaða tegund um er að ræða en þær eru fleiri en ein. 19.4.2009 17:44 Þrír handteknir vegna gruns um stórfellt fíkniefnabrot Þrír einstaklingar hafa verið handteknir vegna gruns um stórfellt fíkniefnabrot Þetta staðfestir lögreglan. 19.4.2009 16:54 Nokkrir handteknir og þyrlur lentar Þyrlur Landhelgisgæslunnar er lentar á Höfn í Hornafirði og Fokker vél gæslunnar var að taka á loft. Ekki þykir ljóst hvað er um að vera en samkvæmt heimildum Vísis þá veitti gæslan smyglskútu eftirför. 19.4.2009 16:44 Smyglskúta á flótta Lögreglan auk Landhelgisgæslunnar er að reyna að stöðva smyglskútu sem er á siglingu frá landinu samkvæmt heimildum Vísis.Skútan mun hafa komið til landsins í gærkvöldi og þá stoppað við Djúpavog. Hún er nú á siglingu á sunnanverðum Austfjörðum, nálægt Höfn í Hornafirði. Mikill viðbúnaður virðist vera í kringum Höfn í Hornafirði. 19.4.2009 16:20 Gríðarlegur viðbúnaður á Höfn í Hornafirði Gríðarlega mikill viðbúnað lögreglu og Landhelgisgæslunnar er á Höfn í Hornafirði, og á svæðinu í kring. Þar mátti sjá þyrlur gæslunnar sveima um auk lögreglumanna. 19.4.2009 16:02 Samfylkingarkona notuð í auglýsingu Framsóknar „Þetta er virðingaleysi og skeytingaleysi og í raun vandræðalegt klúður," segir Marsibil Sæmundsdóttir, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar en ef glöggir menn skoða nýjustu kosningaauglýsingar Framsóknarflokksins, þá má sjá hana glaðbeitta undir slagorðinu: „Frumkvæði fyrir okkur öll." 19.4.2009 15:24 Risaveggur fauk á bíla Fjórir bílar lentu undir risavegg sem huldi vinnusvæðið þar sem stóri bruninn átti sér stað á horni Austurstrætis og Lækjargötu. Það var rok sem felldi vegginn en að minnsta kosti fjórir bílar urðu undir veggnum þegar hann hrundi. 19.4.2009 14:20 Björgunarsveitir kallaðar út vegna óveðurs Björgunarsveitin Landsbjörg auk lögreglunnar fara nú um höfuðborgarsvæðinu og aðstoða þá sem hafa lent í vandræðum vegna mikils roks. Verstu hviðurnar eru að fara upp í 28 metra á sekúndu en samkvæmt varðstjóra lögreglunnar þá hafa mörg útköll verið upp í Salahverfinu í Kópavogi. 19.4.2009 13:49 Vopnaðir verðir í dönskum skipum Í gærmorgun var reynt að ræna einu af skipum danska skipafélagsins Schipcraft. Tilraunin mistókst en framkvæmdastjóri Schipcraft Per Nykjær Jensen er búinn að fá nóg. 19.4.2009 12:01 Handtekinn fyrir gripdeild Ungur karlmaður var handtekinn í Breiðholti í um klukkan níu í gærkvöldi vegna gripdeildar. Maðurinn fór bakdyrameginn inn í söluturn og hrifsaði peninga sem þar lágu. Starfsfólk náði að hlaupa manninn uppi og handsama hann. Maðurinn var í annarlegu ástandi að sögn lögreglu en hann fékk að gista fangageymslur í nótt og verður yfirheyrður í dag. 19.4.2009 10:45 Brutust inn á asískan veitingastað Áfengi og geisladiskar voru teknir ófrjálsri hendi í innbroti á asíska veitingastaðnum Thai Thai á Egilsstöðum. 19.4.2009 10:01 Sextán ára á rúntinum Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði ungan ökumann á Suðurnesjum í nótt. Þegar betur var að gáð kom í ljós að hann reyndist sextán ára gamall og því ekki með tilhlýðileg ökurréttindi. 19.4.2009 09:56 Dyraverðir barðir á balli Dyraverðir voru slegnir á balli sem var haldið eftir söngkeppni Framhaldsskólanna sem fram fór á Akureyri. Að öðru leytinu til fór helgin furðu vel fram að mati varðstjóra lögreglunnar á Akureyri. 19.4.2009 09:40 Vill eignir Björgólfs aftur í hendur Reykjavíkurborgar Borgarfulltrúi Frjálslynda Flokksins, Ólafur F. Magnússon, vill að Reykjavíkurborg eignist lóðir félaga og fyrirtækja í eigu Björgólfsfeðga, helst með litlum sem engum kostnaði. 19.4.2009 09:18 Nagli dreginn úr höfuðkúpu barns Hin ellefu ára Naomi Easton frá Edinborg í Skotlandi lenti í óhugnalegu óhappi á dögunum þegar planki féll á höfuð hennar. Það sem verra var, þá voru naglar í plankanum sem stungust inn í höfuð hennar þega hann féll á höfuð hennar. 18.4.2009 21:00 Hollendingar urðu að sleppa sjóræningjum Hollenskir sjóliðar sem handtóku sjö sómalska sjóræningja í dag þegar þeir reyndu að ræna skipi, hafa orðið að láta þá lausa. Lögum samkvæmt voru hollensku sjóliðarnir í órétti. 18.4.2009 20:30 Kvikmyndastjarna klófesti þjóf Ungur leiklistarnemi sýndi hetjutakta þegar hann klófesti þjóf í miðbænum og fékk hann til að skila ránsfengnum. 18.4.2009 19:45 Björgólfur vissi af risastyrknum Risastyrkur Landsbankans upp á tuttugu og fimm milljónir króna til Sjálfstæðisflokksins árið 2006 var gefinn með vitund Björgólfs Guðmundssonar annars aðaleiganda bankans á þeim tíma. Þetta segir Sigurjón Árnason fyrrverandi bankastjóri. 18.4.2009 18:37 Aukin fátækt á Íslandi Þrefalt fleiri hafa leitað til Hjálparstarfs kirkjunnar eftir aðstoð á þessu ári miðað við sama tíma í fyrra. Ungu fólki fjölgar mest og eru dæmi um að fólk sé of fáttækt til að geta greitt fyrir læknisþjónustu og lyf. 18.4.2009 18:41 Bandaríkjaforseti á hundavaði Það munaði minnstu að forseti Bandaríkjanna félli hundflatur þegar hann fór í fyrsta skipti út að ganga með fjölskylduhundinn Bó. 18.4.2009 16:45 Ekki hlutverk AGS að sækja um styrki fyrir fullvalda ríki Hugmyndir sjálfstæðismanna að taka upp evru í samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eru óraunhæfar að mati sérfræðings í Evrópumálum. Hann segir ólíklegt að hægt verði að taka upp evru án beinnar aðildar að sambandinu. 18.4.2009 18:57 Ástþór fór heim til lögreglustjórans Frambjóðandi Lýðræðishreyfingarinnar, Ástþór Magnússon, fór að heimili Stefáns Eiríkssonar í dag og hvatti hann til þess að bregðast við kærum sem hann hefur lagt fram gegn RÚV undanfarið. Áður fór Ástþór upp í höfuðstöðvar Ríkissjónvarpsins og kallaði lögreglu á vettvang. Hann var þá vopnaður gjallahorni og gekk hringinn í kringum húsið með sírenuhljóð á. 18.4.2009 16:52 300 kannabisplöntur í heimahúsi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði umfangsmikla kannabisræktun í einbýlishúsi í Breiðholti síðdegis á fimmtudag. Við húsleit á áðurnefndum stað fundust tæplega 300 kannabisplöntur á ýmsum stigum ræktunar. 18.4.2009 15:37 Grafan er gjörónýt Hjólaskóflan sem kviknaði í við Sléttuveg um tvöleytið er gjörónýt. 18.4.2009 15:23 Umferðastofa mótmælir frétt Fréttablaðsins Umferðarstofa vill koma eftirfarandi á framfæri vegna fréttar sem birtist í Fréttablaðinu í dag og Vísir.is. 18.4.2009 12:56 Blaðakona og fegurðardrottning dæmd fyrir njósnir Íransk-bandaríska fréttakonan Roxana Saberi hefur verið dæmd í átta ára fangelsi í Íran. Roxana hefur verið búsett í Íran í sex ár og starfaði meðal annars sem blaðakona fyrir BBC, Fox News og fleiri fréttastöðvar. Hún var upprunalega handtekinn í janúar á þessu ári en réttarhöldin yfir henni hafa verið lokuð. 18.4.2009 11:37 Ísland þriðja heims land í tannlækningum „Við stefnum í það að verða þriðja heims land í tannlækningum," segir formaður tannlæknafélags Íslands, Ingibjörg S. Benediktsdóttir, en félagið hefur boðið upp á ókeypis tannlækningar fyrir börn í Læknasetrinu við Vatnsmýrarveg, nálægt BSÍ. 18.4.2009 11:03 Obama bræðir jafnvel Chavez Hugo Chavez forsætisráðherra Venesúela heilsaði Barack Obama með handabandi og sagði; -Ég vil vera vinur þinn, þegar þeir hittust á ráðstefnu Ameríkuríkja á Trinidad í gær. 18.4.2009 10:22 Æfa viðbrögð við sprengjuhótunum og slysum Í dag fara fram flugslysaæfingar á flugvöllunum í Keflavík og á Þórshöfn. Í Keflavík fer fram æfing á viðbrögðum samkvæmt neyðaráætlun vegna flugverndar. 18.4.2009 10:11 Lögregla bjargar frá alvarlegri líkamsárás Mikill erill var hjá lögreglunni á Akureyri í nótt vegna ölvunar og skemmtanahalds í miðbænum. 18.4.2009 10:07 Stökk út í sjö kílómetra hæð Tvítugur Kanadamaður ærðist um borð í flugvél í norðurhluta landsins í gær og endaði það með að honum tókst að opna hurð og stökkva út í sjö kílómetra hæð. 18.4.2009 09:54 Fíkniefnaakstur víðsvegar um landið Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði tvo ökumenn fólksbifreiða sem voru grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Sá fyrri er grunaður um akstur undir áhrifum kannabisefna en farþegi í þeirri bifreið losaði sig við hvítt efni, ætlað amfetamín, á gólf bifreiðarinnar þegar hann varð var við lögreglu. 18.4.2009 09:47 Tóbaksþjófs leitað Brotist var inn í verslunina Fosshól í Ljósavatnsskarði nærri Húsavík í nótt. Innbrotsþjófur braut rúðu á dyr búðarinnar og fór þannig inn. 18.4.2009 09:36 CCP gætu þurft að flytja úr landi Tölvufyrirtækið CCP gæti þurft að flytja höfuðstöðvar fyrirtækisins úr landi. Vilhjálmur Þorsteinsson, stjórnarformaður CCP, segir að fyrirtækið geti ekki búið við gjaldeyrishöft lengur en í um það bil tvö ár til viðbótar. 18.4.2009 07:00 Leiðtogi ETA handtekinn Baskinn og ETA leiðtoginn Jurdan Mrtitegi Lizaso hefur verið handtekinn samkvæmt fréttastofu BBC. Hann er talinn leiðtogi aðskilnaðarhreyfingarinnar. 18.4.2009 06:00 Sjá næstu 50 fréttir
Lengsti dómur níu og hálft ár Smyglmálið fyrir austan leiðir hugann að Pólstjörnumálinu svokallaða sem kom upp árið 2007. Sex sakborningar voru dæmdir hér á landi og einn í Færeyjum. Lengsta dóminn hlaut Einar Jökull Einarsson, níu og hálfs árs fangelsi fyrir að skipuleggja innflutninginn. 20.4.2009 00:01
Þrír menn handteknir um borð í skútunni Sérveitarmenn handtóku nú fyrir skömmu þrjá menn um borð í skútu fyrir austan land sem grunur leikur á að hafi verið notuð til að flytja rúmlega 100 kíló af fíkniefnum til landsins. Varðskipið TÝR stöðvaði skútuna eftir langa eftirför. 19.4.2009 23:23
Grunaður eiturlyfjasmyglari í meðferð fyrir fjórum mánuðum Yngsti smyglarinn af þremur sem voru handteknir við Djúpavog og Hornafjörð í gær vegna gruns um tilraun til þess að smygla hundrað kílóum af fíkniefnum til landsins með skútu, var í meðferð fyrir fjórum mánuðum síðan. 19.4.2009 22:00
Gæsluvarðhald til 11. maí Búið er að leiða alla þrjá mennina sem voru handteknir á Austurlandi í dag fyrir dómara. Þeir hafa allir verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 11. maí. 19.4.2009 19:23
Erlendir vildu fjárfesta í REI en fengu ekki Þrír alþjóðlegir fjárfestingarsjóðir höfðu áhuga að fjárfesta í Reykjavík Energy Invest áður félagið var sameinað Geysir Green Energy. Fulltrúar sjóðanna fengu hins vegar aldrei að koma að samningaborðinu. 19.4.2009 18:43
Fimmtán prófmál vegna gengistryggðra lána Hópur lögmanna ætlar að láta reyna á lögmæti gengistryggðra lána fyrir dómstólum. Bönkunum og jafnvel stjórnvöldum verður stefnt fyrir hönd íslenskra lántakenda. Einn þeirra er lögmaðurinn Björn Þorri Viktorsson. 19.4.2009 19:20
Tólf ára álitsgjafi Vinstri hreyfinguna grænt framboð skortir trúverðugar hugmyndir, Samfylkingin eyðir of miklu púðri í evrópumálin. Skuldaniðurfelling framsóknar er of dýr og Sjálfstæðismenn eru einfaldlega of miklir kapítalistar. Þetta segir 12 ára gamall kópavogsbúi sem bloggar um póitíkina af miklum móð. Sjá myndband. 19.4.2009 20:17
Einn hinna handteknu áður siglt skútu til Hornafjarðar Einn hinna handteknu í skútumálinu sem kom upp í dag hefur áður siglt skútu til Hafnar í Hornarfirði. Um er að ræða þrítugan karlmann sem áður hefur verið ákærður fyrir stórfellt fíkniefnasmygl. 19.4.2009 18:13
Smyglskúta enn ófundin Landhelgisgæslan og sérsveit ríkislögreglustjórans reyna enn að hafa uppi á skútunni sem smyglaði yfir hundrað kílóum af fíkniefnum til landsins. 19.4.2009 20:43
Telja sig hafa fundið grafhýsi Kleópötru Markús Antoníus og Kleópatra frömdu sjálfsmorð eftir að þau töpuðu sjóorrustunni gegn Oktavíanusi við Actium árið 31 fyrir Krist. 19.4.2009 18:15
Skútunnar enn leitað - tugir kílóa haldlögð Lögreglan leitar enn að skútunni samkvæmt fréttatilkynningu sem lögreglan sendi frá sér vegna fíkniefnamálsins. Lögreglan hefur lagt hald á tugi kílóa af fíkniefnum en þeir vilja ekki gefa upp hvaða tegund um er að ræða en þær eru fleiri en ein. 19.4.2009 17:44
Þrír handteknir vegna gruns um stórfellt fíkniefnabrot Þrír einstaklingar hafa verið handteknir vegna gruns um stórfellt fíkniefnabrot Þetta staðfestir lögreglan. 19.4.2009 16:54
Nokkrir handteknir og þyrlur lentar Þyrlur Landhelgisgæslunnar er lentar á Höfn í Hornafirði og Fokker vél gæslunnar var að taka á loft. Ekki þykir ljóst hvað er um að vera en samkvæmt heimildum Vísis þá veitti gæslan smyglskútu eftirför. 19.4.2009 16:44
Smyglskúta á flótta Lögreglan auk Landhelgisgæslunnar er að reyna að stöðva smyglskútu sem er á siglingu frá landinu samkvæmt heimildum Vísis.Skútan mun hafa komið til landsins í gærkvöldi og þá stoppað við Djúpavog. Hún er nú á siglingu á sunnanverðum Austfjörðum, nálægt Höfn í Hornafirði. Mikill viðbúnaður virðist vera í kringum Höfn í Hornafirði. 19.4.2009 16:20
Gríðarlegur viðbúnaður á Höfn í Hornafirði Gríðarlega mikill viðbúnað lögreglu og Landhelgisgæslunnar er á Höfn í Hornafirði, og á svæðinu í kring. Þar mátti sjá þyrlur gæslunnar sveima um auk lögreglumanna. 19.4.2009 16:02
Samfylkingarkona notuð í auglýsingu Framsóknar „Þetta er virðingaleysi og skeytingaleysi og í raun vandræðalegt klúður," segir Marsibil Sæmundsdóttir, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar en ef glöggir menn skoða nýjustu kosningaauglýsingar Framsóknarflokksins, þá má sjá hana glaðbeitta undir slagorðinu: „Frumkvæði fyrir okkur öll." 19.4.2009 15:24
Risaveggur fauk á bíla Fjórir bílar lentu undir risavegg sem huldi vinnusvæðið þar sem stóri bruninn átti sér stað á horni Austurstrætis og Lækjargötu. Það var rok sem felldi vegginn en að minnsta kosti fjórir bílar urðu undir veggnum þegar hann hrundi. 19.4.2009 14:20
Björgunarsveitir kallaðar út vegna óveðurs Björgunarsveitin Landsbjörg auk lögreglunnar fara nú um höfuðborgarsvæðinu og aðstoða þá sem hafa lent í vandræðum vegna mikils roks. Verstu hviðurnar eru að fara upp í 28 metra á sekúndu en samkvæmt varðstjóra lögreglunnar þá hafa mörg útköll verið upp í Salahverfinu í Kópavogi. 19.4.2009 13:49
Vopnaðir verðir í dönskum skipum Í gærmorgun var reynt að ræna einu af skipum danska skipafélagsins Schipcraft. Tilraunin mistókst en framkvæmdastjóri Schipcraft Per Nykjær Jensen er búinn að fá nóg. 19.4.2009 12:01
Handtekinn fyrir gripdeild Ungur karlmaður var handtekinn í Breiðholti í um klukkan níu í gærkvöldi vegna gripdeildar. Maðurinn fór bakdyrameginn inn í söluturn og hrifsaði peninga sem þar lágu. Starfsfólk náði að hlaupa manninn uppi og handsama hann. Maðurinn var í annarlegu ástandi að sögn lögreglu en hann fékk að gista fangageymslur í nótt og verður yfirheyrður í dag. 19.4.2009 10:45
Brutust inn á asískan veitingastað Áfengi og geisladiskar voru teknir ófrjálsri hendi í innbroti á asíska veitingastaðnum Thai Thai á Egilsstöðum. 19.4.2009 10:01
Sextán ára á rúntinum Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði ungan ökumann á Suðurnesjum í nótt. Þegar betur var að gáð kom í ljós að hann reyndist sextán ára gamall og því ekki með tilhlýðileg ökurréttindi. 19.4.2009 09:56
Dyraverðir barðir á balli Dyraverðir voru slegnir á balli sem var haldið eftir söngkeppni Framhaldsskólanna sem fram fór á Akureyri. Að öðru leytinu til fór helgin furðu vel fram að mati varðstjóra lögreglunnar á Akureyri. 19.4.2009 09:40
Vill eignir Björgólfs aftur í hendur Reykjavíkurborgar Borgarfulltrúi Frjálslynda Flokksins, Ólafur F. Magnússon, vill að Reykjavíkurborg eignist lóðir félaga og fyrirtækja í eigu Björgólfsfeðga, helst með litlum sem engum kostnaði. 19.4.2009 09:18
Nagli dreginn úr höfuðkúpu barns Hin ellefu ára Naomi Easton frá Edinborg í Skotlandi lenti í óhugnalegu óhappi á dögunum þegar planki féll á höfuð hennar. Það sem verra var, þá voru naglar í plankanum sem stungust inn í höfuð hennar þega hann féll á höfuð hennar. 18.4.2009 21:00
Hollendingar urðu að sleppa sjóræningjum Hollenskir sjóliðar sem handtóku sjö sómalska sjóræningja í dag þegar þeir reyndu að ræna skipi, hafa orðið að láta þá lausa. Lögum samkvæmt voru hollensku sjóliðarnir í órétti. 18.4.2009 20:30
Kvikmyndastjarna klófesti þjóf Ungur leiklistarnemi sýndi hetjutakta þegar hann klófesti þjóf í miðbænum og fékk hann til að skila ránsfengnum. 18.4.2009 19:45
Björgólfur vissi af risastyrknum Risastyrkur Landsbankans upp á tuttugu og fimm milljónir króna til Sjálfstæðisflokksins árið 2006 var gefinn með vitund Björgólfs Guðmundssonar annars aðaleiganda bankans á þeim tíma. Þetta segir Sigurjón Árnason fyrrverandi bankastjóri. 18.4.2009 18:37
Aukin fátækt á Íslandi Þrefalt fleiri hafa leitað til Hjálparstarfs kirkjunnar eftir aðstoð á þessu ári miðað við sama tíma í fyrra. Ungu fólki fjölgar mest og eru dæmi um að fólk sé of fáttækt til að geta greitt fyrir læknisþjónustu og lyf. 18.4.2009 18:41
Bandaríkjaforseti á hundavaði Það munaði minnstu að forseti Bandaríkjanna félli hundflatur þegar hann fór í fyrsta skipti út að ganga með fjölskylduhundinn Bó. 18.4.2009 16:45
Ekki hlutverk AGS að sækja um styrki fyrir fullvalda ríki Hugmyndir sjálfstæðismanna að taka upp evru í samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eru óraunhæfar að mati sérfræðings í Evrópumálum. Hann segir ólíklegt að hægt verði að taka upp evru án beinnar aðildar að sambandinu. 18.4.2009 18:57
Ástþór fór heim til lögreglustjórans Frambjóðandi Lýðræðishreyfingarinnar, Ástþór Magnússon, fór að heimili Stefáns Eiríkssonar í dag og hvatti hann til þess að bregðast við kærum sem hann hefur lagt fram gegn RÚV undanfarið. Áður fór Ástþór upp í höfuðstöðvar Ríkissjónvarpsins og kallaði lögreglu á vettvang. Hann var þá vopnaður gjallahorni og gekk hringinn í kringum húsið með sírenuhljóð á. 18.4.2009 16:52
300 kannabisplöntur í heimahúsi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði umfangsmikla kannabisræktun í einbýlishúsi í Breiðholti síðdegis á fimmtudag. Við húsleit á áðurnefndum stað fundust tæplega 300 kannabisplöntur á ýmsum stigum ræktunar. 18.4.2009 15:37
Grafan er gjörónýt Hjólaskóflan sem kviknaði í við Sléttuveg um tvöleytið er gjörónýt. 18.4.2009 15:23
Umferðastofa mótmælir frétt Fréttablaðsins Umferðarstofa vill koma eftirfarandi á framfæri vegna fréttar sem birtist í Fréttablaðinu í dag og Vísir.is. 18.4.2009 12:56
Blaðakona og fegurðardrottning dæmd fyrir njósnir Íransk-bandaríska fréttakonan Roxana Saberi hefur verið dæmd í átta ára fangelsi í Íran. Roxana hefur verið búsett í Íran í sex ár og starfaði meðal annars sem blaðakona fyrir BBC, Fox News og fleiri fréttastöðvar. Hún var upprunalega handtekinn í janúar á þessu ári en réttarhöldin yfir henni hafa verið lokuð. 18.4.2009 11:37
Ísland þriðja heims land í tannlækningum „Við stefnum í það að verða þriðja heims land í tannlækningum," segir formaður tannlæknafélags Íslands, Ingibjörg S. Benediktsdóttir, en félagið hefur boðið upp á ókeypis tannlækningar fyrir börn í Læknasetrinu við Vatnsmýrarveg, nálægt BSÍ. 18.4.2009 11:03
Obama bræðir jafnvel Chavez Hugo Chavez forsætisráðherra Venesúela heilsaði Barack Obama með handabandi og sagði; -Ég vil vera vinur þinn, þegar þeir hittust á ráðstefnu Ameríkuríkja á Trinidad í gær. 18.4.2009 10:22
Æfa viðbrögð við sprengjuhótunum og slysum Í dag fara fram flugslysaæfingar á flugvöllunum í Keflavík og á Þórshöfn. Í Keflavík fer fram æfing á viðbrögðum samkvæmt neyðaráætlun vegna flugverndar. 18.4.2009 10:11
Lögregla bjargar frá alvarlegri líkamsárás Mikill erill var hjá lögreglunni á Akureyri í nótt vegna ölvunar og skemmtanahalds í miðbænum. 18.4.2009 10:07
Stökk út í sjö kílómetra hæð Tvítugur Kanadamaður ærðist um borð í flugvél í norðurhluta landsins í gær og endaði það með að honum tókst að opna hurð og stökkva út í sjö kílómetra hæð. 18.4.2009 09:54
Fíkniefnaakstur víðsvegar um landið Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði tvo ökumenn fólksbifreiða sem voru grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Sá fyrri er grunaður um akstur undir áhrifum kannabisefna en farþegi í þeirri bifreið losaði sig við hvítt efni, ætlað amfetamín, á gólf bifreiðarinnar þegar hann varð var við lögreglu. 18.4.2009 09:47
Tóbaksþjófs leitað Brotist var inn í verslunina Fosshól í Ljósavatnsskarði nærri Húsavík í nótt. Innbrotsþjófur braut rúðu á dyr búðarinnar og fór þannig inn. 18.4.2009 09:36
CCP gætu þurft að flytja úr landi Tölvufyrirtækið CCP gæti þurft að flytja höfuðstöðvar fyrirtækisins úr landi. Vilhjálmur Þorsteinsson, stjórnarformaður CCP, segir að fyrirtækið geti ekki búið við gjaldeyrishöft lengur en í um það bil tvö ár til viðbótar. 18.4.2009 07:00
Leiðtogi ETA handtekinn Baskinn og ETA leiðtoginn Jurdan Mrtitegi Lizaso hefur verið handtekinn samkvæmt fréttastofu BBC. Hann er talinn leiðtogi aðskilnaðarhreyfingarinnar. 18.4.2009 06:00