Innlent

Kynna framboð sumarnámskeiða við HÍ

Bergþóra Snæbjörnsdóttir, oddviti Röskvu, ræðir við Kristínu Ingólfsdóttur rektor Háskólans efitr að samtökin efndu til setuverkfalls stúdenta 2. apríl.
Bergþóra Snæbjörnsdóttir, oddviti Röskvu, ræðir við Kristínu Ingólfsdóttur rektor Háskólans efitr að samtökin efndu til setuverkfalls stúdenta 2. apríl.
Ákvörðun um fjölda og framkvæmd sumarnámskeiða við Háskóla Íslands verður kynnt síðar í dag. Hagsmunafélög stúdenta kröfðust að boði yrði upp á sumarannir svo nemar í fullu námi og á námslánum gætu iðkað nám sitt í stað þess að fara út á dauflegan atvinnumarkaðinn.

Í síðustu viku tilkynnti Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, að eigið fé Lánasjóðs íslenskra námsmanna verði aukið um 650 milljónir vegna fjölda umsókna um sumarlán. Einnig að háskólar landsins fengju samanlagt á bilinu 50 og 100 milljónir króna til að standa straum að kostnaði við sumarnámskeið við skólana.

Undanfarna daga hefur Háskóli Íslands skilgreint hvaða námskeið og próf skólinn getur boðið upp á í sumar. Kristín Ingólfsdóttir, rektor skólans, mun ásamt Katrínu Jakobsdóttur og Hildi Björnsdóttur, formanni Stúdentaráðs Háskóla Íslands, kynna ákvörðun um framboð sumarnámskeiða við skólann á fundi með blaðamönnum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×