Innlent

Davíð vildi knésetja Styrmi

Davíð Oddsson
Davíð Oddsson
Davíð Oddsson, þá forsætisráðherra, vildi að Landsbankinn knésetti Styrmi Gunnarsson, ritstjóra Morgunblaðsins, þegar Viðeyjarstjórnin var í fjörbrotum. Þetta fullyrðir Sverrir Hermannsson, þáverandi bankastjóri Landbankans.

Sverrir Hermannsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, opnaði í gær heimasíðu, þar sem eru skrif hans langt aftur í tímann. Hann segir í einni færslu frá því að þegar fjara fór undan samtarfi Davíðs Oddssonar og Jóns Baldvins Hannibalssonar í stjórn landsins, hafi Kjartan Gunnarsson, þáverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, gengið á sinn fund. Þetta hefur verið um eða fyrir árið 1995.

Sverrir fullyrðir að Kjartan hafi sagst vera í umboði Davíðs Oddssonar, þáverandi formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann hafi ennfremur ekki viljað tala við Sverri sem bankastjóra, heldur sem fyrrverandi þingmann og ráðherra Sjálfstæðisflokksins, og æviráðinn trúnaðarmann, eins og Sverrir orðar það.

Sverrir segir að erindi Kjartans hafi verið að koma Styrmi Gunnarssyni á kné. Davíð hafi komist að skuldastöðu Styrmis við bankann og vilji að Landsbankinn segi upp öllum lánsviðskiptum við hann og gangi að honum. "Sem auðvitað þýddi gjaldþrot," segir Sverrir. Menn geti leitt getum að til hvers leitt hefði fyrir ritstjórann.

Sverrir segir að málið hafi verið reifað sem innanflokksmál. Því gildi engin bankaleynd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×