Innlent

Ritstjóri ákærður fyrir áfengislagabrot

Sigurjón Magnús Egilsson fyrrum ritstjóri Mannlífs.
Sigurjón Magnús Egilsson fyrrum ritstjóri Mannlífs.
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur höfðað mál á hendur Sigurjóni M. Egilssyni fyrrum ritstjóra Mannlífs vegna birtingar áfengisauglýsinga í blaðinu. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun.

Um er að ræða tvær auglýsingar sem birtust í sama blaðinu í maí árið 2008. Í ákæru segir að fyrri auglýsingin sé fyrir Campari, þar sem er mynd af flösku sem inniheldur áfengið, auk þess sem myndir og uppskriftir séu af þremur kokteilum blönduðum með áfenginu.

Seinni auglýsingin er fyrir Grand Mariner, en í auglýsingunni er mynd af flösku sem inniheldur áfengið, auk þess sem myndir og uppskriftir eru af fimm kaffidrykkjum blönduðum með áfenginu.

Svipuð mál hafa verið fyrir dómstólum upp á síðkastið þar sem ritstjórar hinna ýmsu blaða hafa verið dæmdir í fjársektir vegna brota á áfengislögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×