Innlent

Smyglskútan væntanleg klukkan átta í fyrramálið

Skútunni er nú siglt til lands. Mynd/ Anton.
Skútunni er nú siglt til lands. Mynd/ Anton.

Gert er ráð fyrir að varðskipið Týr komi að höfn í Eskifirði með meinta fíkniefnasmyglara úr smyglskútunni klukkan átta í fyrramálið. Stýrimenn og hásetar af varðskipinu sigla skútunni og varðskipið fylgir eftir, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Um fimmleytið í dag var Týr um 45 sjómílur suður af Hvalbak og voru þá áttatíu sjómílur eftir til Eskifjarðar en einhverjar tafir hafa orðið vegna veðurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×