Aðildarviðræður fyrsta mál á dagskrá hjá Samfylkingunni 20. apríl 2009 19:40 Árni Páll Árnason segir að aðildarviðræður við ESB séu brýnasta málið eftir kosningar. Mynd/ Anton Brink. Aðildarviðræður við Evrópusambandið er fyrsta mál á dagskrá og brýnasta verkefnið framundan. Þetta sagði Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, í kosningaumræðum Stöðvar 2 nú í kvöld. Árni Páll sagði að Samfylkingin myndi leggja höfuðáherslu á Evrópusambandsaðild í stjórnarmyndunarviðræðum að loknum kosningum. Þá sagði Árni Páll að það stæði ekki til að afsala sér yfirráðum yfir náttúruauðlindum Íslendinga. Líklegt er að Samfylkingin og Vinstri hreyfingin grænt framboð muni reyna stjórnarmyndunarviðræður, en skoðanakannanir á fylgi benda til að myndun meirihluta þessa tveggja stjórnmálaflokka gæti orðið að veruleika eftir kosningar. Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og menntamálaráðherra sagði að enginn gæti sett ófrávíkjanlega kröfu í stjórnarmyndunarviðræðum. Hún sagði að VG hefði sett mikinn fyrirvara við inngöngu í Evrópusambandið. Benti hún á að lýðræðishalli væri í Evrópusambandinu og að sjávarútvegsstefna og landbúnaðarstefna Evrópusambandsins myndi ekki gera það fýsilegan kost fyrir Íslendinga. En Katrín sagði að ef Íslendingar myndu sækja um í sambandinu ætti ekki að gera það í einhverjum asa heldur að vel yfirlögðu ráði. Illugi Gunnarsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði að flokkurinn væri á móti aðild og benti á ályktun landsfundar flokksins máli sínu til stuðnings. Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði að flokkurinn vildi sækja um aðild með ákveðnum skilyrðum, einkum þeim að tekið yrði tillit til sjónarmiða Íslendinga í sjávarútvegsmálum. Kosningar 2009 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Fleiri fréttir Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Sjá meira
Aðildarviðræður við Evrópusambandið er fyrsta mál á dagskrá og brýnasta verkefnið framundan. Þetta sagði Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, í kosningaumræðum Stöðvar 2 nú í kvöld. Árni Páll sagði að Samfylkingin myndi leggja höfuðáherslu á Evrópusambandsaðild í stjórnarmyndunarviðræðum að loknum kosningum. Þá sagði Árni Páll að það stæði ekki til að afsala sér yfirráðum yfir náttúruauðlindum Íslendinga. Líklegt er að Samfylkingin og Vinstri hreyfingin grænt framboð muni reyna stjórnarmyndunarviðræður, en skoðanakannanir á fylgi benda til að myndun meirihluta þessa tveggja stjórnmálaflokka gæti orðið að veruleika eftir kosningar. Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og menntamálaráðherra sagði að enginn gæti sett ófrávíkjanlega kröfu í stjórnarmyndunarviðræðum. Hún sagði að VG hefði sett mikinn fyrirvara við inngöngu í Evrópusambandið. Benti hún á að lýðræðishalli væri í Evrópusambandinu og að sjávarútvegsstefna og landbúnaðarstefna Evrópusambandsins myndi ekki gera það fýsilegan kost fyrir Íslendinga. En Katrín sagði að ef Íslendingar myndu sækja um í sambandinu ætti ekki að gera það í einhverjum asa heldur að vel yfirlögðu ráði. Illugi Gunnarsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði að flokkurinn væri á móti aðild og benti á ályktun landsfundar flokksins máli sínu til stuðnings. Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði að flokkurinn vildi sækja um aðild með ákveðnum skilyrðum, einkum þeim að tekið yrði tillit til sjónarmiða Íslendinga í sjávarútvegsmálum.
Kosningar 2009 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Fleiri fréttir Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Sjá meira