Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Rolls Royce Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú að Rolls Royce bifreið sem stolið var í Hafnarfirði en tilkynnt var um nytjastuldinn í síðasta mánuði. Eigandi bílsins var erlendis í nokkrar vikur en þjófnaðurinn uppgötvaðist þegar hann kom til baka. 11.2.2009 11:31 Endurreisnarnefndin kynnir skýrslu sína Nefnd um endurreisn fjármálakerfisins birti fyrstu skýrslu sína á fundi með blaðamönnum sem haldin var í mogun í Þjóðmenningarhúsinu. Mats Josefsson, sænskur bankasérfræðingur sem leiðir nefndina, kynnti vinnu hennar, áherslur og þau verkefni sem fram undan eru. Jafnframt var lögð fram starfsáætlun nefndarinnar og grein gerð fyrir þeim þáttum sem hún vinnur að. 11.2.2009 10:55 Of mikil læti í Sturlu vörubílstjóra Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu segir að einum mótmælanda við Seðlabankann hafi verið kynnt lögreglusamþykkt reykjavíkurborgar vegna hávaða sem hann myndaði með mikilli lúðraþeytingu. Um er að ræða Sturlu Jónsson vörubílstjóra sem mótmælt hefur með mjög stórum gaslúðri síðustu daga. Um tuttugu manns mótmæla við Seðlabankann að sögn yfirlögregluþjóns. 11.2.2009 10:27 Ragna ræður Ásu sem aðstoðarmann Ása Ólafsdóttir, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, hefur verið ráðin aðstoðarmaður Rögnu Árnadóttur dóms- og kirkjumálaráðherra. 11.2.2009 10:19 Gúggla verður að glöggva og Facebook verður vinabók Málfræðingurinn Baldur Jónsson, sem situr í tölvuorðanefnd, hefur lagt til íslenskar þýðingar á orðunum Facebook, sem þúsundir Íslendinga nota, og einnig orðinu að gúggla, sem er dregið af leitar síðunni Google. Í grein sem Baldur skrifar í Morgunblaðið í dag leggur hann, og tölvuorðanefndin til, að íslenska þýðingin á Facebook, verði vinabók. 11.2.2009 10:12 112-dagurinn er í dag Dagur neyðarnúmersins,112-dagurinn er haldinn um allt land í dag. Að þessu sinni leggja samstarfsaðilarnir áherslu á að vekja athygli grunnskólabarna á því víðtæka öryggis- og velferðarneti sem þau hafa aðgang að í gegnum neyðarnúmerið ef eitthvað bjátar á. 11.2.2009 10:11 Hefur ekki trú á boðuðum breytingum á stjórnarskrá Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist aðspurður ekki hafa mikla trú á boðuðum stjórnarskrárbreytingum ríkisstjórnarinnar og fyrirhuguðu stjórnlagaþingi. Hann hefur lagt fram á Alþingi fyrirspurn til Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, í fimm liðum varðandi málið. 11.2.2009 09:47 Mjótt á munum í Ísrael Leiðtogar tveggja stærstu flokkanna á ísraelska þinginu, Knesset, hafa lýst yfir sigri í þingkosningunum sem fram fóru í Ísrael í gær. Búið er að telja þorra atkvæða og eins og staðan er núna hefur miðjuflokkur Tzipi Livni, Kadima, 28 þingsæti en hið hægrisinnaða Likudbandalag 27 þingsæti. 11.2.2009 09:20 Réttarhöldum yfir bloggara í Kína frestað um óákveðinn tíma Réttarhöldum yfir kínverskum bloggara hefur verið frestað um óákveðinn tíma eftir að bandarísk stjórnvöld fóru þess á leit að fulltrúi þeirra yrði viðstaddur réttarhöldin. 11.2.2009 07:56 Vopna- og fíkniefnabirgðir hjá Vítisenglum Skotvopn, táragas og fíkniefni er meðal þess sem fundist hefur í umsvifamikilli húsleit dönsku lögreglunnar hjá nokkrum útibúum vélhjólasamtakanna Vítisengla í Danmörku. 11.2.2009 07:31 Ók upp að Capitol Hill með riffil Lögreglan í Washington handtók síðdegis í gær mann á sjötugsaldri sem ók upp að þinghúsinu á Capitol Hill með riffil í bílnum og sagðist vera með sendingu til Baracks Obama forseta. 11.2.2009 07:29 Fimmtungur íbúa Marysville talinn af í kjarreldum Talið er að um fimmtungur íbúa þorpsins Marysville í Viktoríufylki í Ástralíu hafi látist af völdum kjarrelda sem enn brenna þar stjórnlaust. Tala látinna á öllu svæðinu er nú komin yfir 180 en sterkar vindhviður, sem glæða eldana, torvelda allt slökkvistarf. 11.2.2009 07:24 Bankabjörgun Bandaríkjanna ónóg Timothy Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, hefur viðurkennt að fyrri bankabjörgunaráætlun stjórnvalda þar í landi hafi engan vegin nægt til að rétta bankakerfið við. 11.2.2009 07:19 Síld mokveiðist við Norður-Noreg Gríðarleg síldveiði er nú við Norður-Noreg og segja sjómenn að annað eins hafi ekki gerst í áratugi. Dæmi eru um að skipin séu að fá allt upp í þúsund tonn í einu kasti og hefst vart undan að vinna síldina í landi. 11.2.2009 07:15 Innbrot í söngskóla og verslun Brotist var inn í söngskóla við Snorrabraut í nótt og hafði þjófurinn þar einhverja peninga upp úr krafsinu. Einnig var brotist inn í verslun í bakhúsi við Laugaveg og peningaskúffa úr sjóðsvél tekin í heilu lagi, með einhverjum fjármunum í. Þjófurinn, eða þjófarnir, eru ófundnir. 11.2.2009 07:14 Kafari hætt kominn við Reykjanes Kafari komst í hann krappan þegar hann ætlaði að stíga á land en straumur hreif hann og bar frá landi, út af Garði á Reykjanesi í gærkvöldi. 11.2.2009 07:12 Slökkvilið kallað að húsnæði Odda Fjölmennt slökkvilið var sent að prentsmiðjunni Odda við Höfðabakka í Reykjavík í nótt eftir að eldvarnarkerfi nam reyk í húsinu og sendi boð um það til slökkviliðsins. 11.2.2009 07:09 Sumarbústaður stórskemmdur eftir innbrot Sumarbústaður í Vaðneslandi í Grímsnesi er stórskemmdur, ef ekki ónýtur, eftir að innbrotsþjófur skildi bústaðinn eftir opinn, þannig að vatnsleiðslur frostsprungu og vatn flæddi um allt. 11.2.2009 07:04 Selt ríkisland verður ekki síðar þjóðlenda Ríkið getur ekki selt jarðir og síðar tekið þær aftur sem þjóðlendur, segir í dómi í máli Orkuveitunnar sem stefndi ríkinu vegna landadeilu á Hellisheiði. Annar úrskurður óbyggðanefndar um þjóðlendur á svæðinu var hins vegar staðfestur. 11.2.2009 05:30 Segir mjólkina hollari og kýrnar kátari Hyggst reisa sláturhús, fjárhús og hænsnabú og hefja lífrænan búskap. Bóndi sem það hefur gert í áratugi segir afurðina hollari og kýrnar fari leiðar sinnar „skellihlæjandi“. Ráðunautur segir Íslendinga eftirbáta annarra þjóða í þessari þróun. 11.2.2009 04:30 Búið að slökkva eld á Litla-Hrauni Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður fangelsisins á Litla-Hrauni, segir að búið sé að slökkva eld sem kom upp í fangaklefa fyrr í kvöld. Slökkviliðsmenn eru nú að reykræsta klefann. Ekki var um mikinn reyk að ræða. Hún segir að hvorki fanga né starfsfólk hafi sakað vegna málsins. Eldsupptök eru að óljós, að sögn Margrétar. 10.2.2009 21:52 Kadimaflokkur Livni í forystu Kadima, núverandi stjórnarflokkur Ísrael, er með nauma forystu samkvæmt útgönguspám en þingkosningar fóru fram í Ísrael í dag. 130 þingmenn sitja á Knesset, ísraelska þinginu, og er Kadima flokknum undir forystu Tzipi Livni, utanríkisráðherra, spáð 28 til 30 þingsætum. 10.2.2009 22:14 Krefja Kolbrúnu um svör vegna álversuppbyggingar Þingmenn Sjálfstæðisflokksins ætla að krefja Kolbrúnu Halldórsdóttur, nýjan umhverfisráðherra, svara á Alþingi á morgun um álversuppbyggingu á Bakka við Húsavík og í Helguvík á Suðurnesjum. 10.2.2009 21:15 Forsjárdeilur skaða börn til langs tíma Deilur milli foreldra um forsjá skaða börn oft alvarlega og til langs tíma. Tengslarof barna við feður eftir skilnað er ein alvarlegasta atlaga sem unnin er á barni. Þetta er meðal þeirra sem kemur fram í skýrslu Stefaníu Katrínar Karlsdóttur, um aðskilnað barna frá öðru foreldri. 10.2.2009 20:45 Sjálfstæðismenn með prófkjör í Kraganum Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, Kraganum, sem haldinn var í dag samþykkti að viðhaft skuli prófkjör í vegna uppröðunar á lista flokksins við þingiskosningarnar vorið 2009. Prófkjörið fer fram 14. mars. 10.2.2009 21:00 Gagnrýnir sjálfstæðismenn fyrir sögusagnir um hreinsanir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður Vinstri grænna, gagnrýnir þingmenn Sjálfstæðisflokksins fyrir að hafa komið af stað sögusögnum um meintar pólitískar hreinsanir nýrrar ríkisstjórnar. 10.2.2009 20:11 Eldur á Litla-Hrauni Eldur kom upp í fangaklefa á Litla-Hrauni í kvöld og fóru slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu á staðinn. Að sögn lögreglunnar á Selfossi var um minniháttar eld að ræða og er nú verið að reykræsta fangaklefann. 10.2.2009 21:33 ASÍ kynnir skýrslu um efnahagshorfur Alþýðusamband Íslands hyggst kynna á morgun nýja skýrslu hagdeildar sambandsins um horfur í efnhagsmálum þjóðarinnar 2009 til 2001. Ólafur Darri Andrason, deildarstjóri hagdeildar, mun kynna skýrsluna. Í október sagði hagdeildin að atvinnuleysi hér á landi gæti orðið 4 til 5% á árunum 2008 til 2010. 10.2.2009 20:44 Amnesty hvetja til vopnahlés á Srí Lanka Átökin á Sri Lanka halda áfram. Aðstæður almennings á átakasvæðunum fara versnandi. „Æ fleiri raddir krefjast þess nú að ríkisstjórn Sri Lanka og Tamílsku tígrarnir semji um vopnahlé,“ segir í tilkynningu frá Íslandsdeild Amnesty International. 10.2.2009 20:20 Kafara bjargað úr sjónum við Garð Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar út klukkan 18:30 í kvöld vegna kafara sem lenti í vandræðum rétt fyrir utan höfnina í Garði á Suðurnesjum. Kafarinn var að koma að landi þegar mikill straumur greip hann og bar frá landi. Maður sem var á bryggjunni í Garði að fylgjast með köfuninni kallaði eftir aðstoð. 10.2.2009 19:48 Árni: Stjórnin verður að hugsa sinn gang Árni Mathiesen, telur að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir þurfi að hugsa sinn gang þegar kemur að mannabreytingum. Formenn bankaráða Nýja Glitnis og Nýja Kaupþings tilkynntu fyrr í dag um afsögn sína. 10.2.2009 19:44 Hlini vill 2. sætið í Suðvesturkjördæmi Hlini Melsteð Jóngeirsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í annað sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi. Flokkurinn hefur í dag einn þingmann í kjördæminu, Siv Friðleifsdóttur. 10.2.2009 19:27 Kannanir benda til til sigurs Netanyahu Þingkosningar eru í Ísrael í dag. Búist er við fyrstu útgönguspám klukkan átta í kvöld þegar kjörstöðum verður lokað. Kannanir hafa bent til að hægrimaðurinn Benjamin Netanyahu, leiðtogi Líkúdbandalagsins, verði nýr forsætisráðherra en hann var síðast í því embætti fyrir áratug. 10.2.2009 19:19 Býður milljón þeim sem tekur að sér afborganir Fjölskyldufaðir á Akranesi hefur auglýst einbýlishús sitt til sölu og býður eina milljón í peningum þeim sem er reiðubúinn að yfirtaka skuldirnar á húsinu. Hann segir gjaldþrot blasa við ef ekki selst og er illur út í þá sem stýrðu þjóðarbúinu í þrot. 10.2.2009 19:01 Vændishús á Hverfisgötu Lögreglan hefur til skoðunar meinta vændisstarfsemi sem fram fer í húsi við Hverfisgötu í Reykjavík. Íbúar í húsinu eru orðnir langþreyttir á á starfseminni og segja hana hafa valdið þeim vökunætum í þrjár vikur. 10.2.2009 18:48 Ný björgunaráætlun kynnt í Bandaríkjunum Bandaríkjastjórn kynnti í dag nýja mörg hundruð milljarða dala björgunaráætlun fyrir fjármálastofnanir vestanhafs. Féð verður til viðbótar sjö hundruð milljarða dala sjóðnum frá í fyrra. Það verður notað til að kaupa upp undirmálslán frá bönkum. Fjárfestar verða fegnir með ríkinu til að leggja peninga í sjóðinn. Þannig verði liðkað fyrir lánveitingum til fólks og fyrirtækja. 10.2.2009 18:42 Fjölþættar aðgerðir til að rétta fjármálakerfið við Ríkisstjórnin kynnti í morgun fjölþættar aðgerðir til að rétta við fjármálakerfið í landinu og sem eiga að auðvelda einstaklingum of fyrirtækjum að standa undir aukinni skuldabyrði. Forsætisráðherra viðurkennir að margt sé sótt í smiðju síðustu ríkisstjórnar, sem hins vegar hafi þjáðst af ákvarðanafælni. 10.2.2009 18:40 Þorgerður Katrín vill vera varaformaður áfram Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ætlar ekki að bjóða sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum á landsfundi flokksins í mars. Hún sækist hins vegar eftir endurkjöri sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins. 10.2.2009 17:55 Tólf líkamsárásir Tólf líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglunnar um nýliðna helgi. Meirihluti þeirra, eða sjö, átti sér stað í miðborginni aðfaranótt laugardags. Flestar líkamsárásanna voru minniháttar en tveir eða þrír karlar fóru þó nefbrotnir heim eftir skemmtanir næturinnar. 10.2.2009 17:32 Fylgst með áhrifum efnahagsþrenginga á stöðu kynjanna Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að settur verði á fót vinnuhópur til að meta áhrif efnahagsástandsins á stöðu kynjanna. Hópurinn verður skipaður af Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, félags- og tryggingamálaráðherra. 10.2.2009 17:24 Steingrímur vill að Magnús og Valur sitji áfram Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, hefur óskað eftir því að formenn bankastjórna Nýja Glitnis, Valur Valsson, og Nýja Kaupþings, Magnús Gunnarsson, gegni störfum áfram. Í dag óskuðu þeir eftir að verða leystir frá störfum í stjórnum bankanna. Steingrímur vill að þeir endurskoði ákvarðanir sínar og gegni störfum áfram að minnsta kosti fram að aðalfundum bankanna í apríl. 10.2.2009 17:17 Áætlun um endurreisn fjármálakerfisins kynnt Starfsáætlun samráðsnefndar um endurreisn fjármálakerfisins verður kynnt í fyrrmálið. Formaður nefndarinnar, Svíinn Mats Josefsson, mun kynna áætlunina á fundi með blaðamönnum í Þjóðmenningarhúsinu. Hann var ráðinn til tímabundinna starfa 1. desember. 10.2.2009 17:06 Þuríður vill 2.sætið Þuríður Backman, alþingismaður, hefur ákveðið að bjóða sig fram í 2. sæti í forvali Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi vegna Alþingiskosninganna í vor. Í síðustu alþingiskosningum var Þuríður í 2. sæti. 10.2.2009 16:45 Stjórnarformenn Glitnis og Kaupþings segja af sér Formenn bankastjórna Nýja Kaupþings og Nýja Glitnis, þeir Valur Valsson hjá Glitni og Magnús Gunnarsson hjá Kaupþingi hafa sagt af sér. Í bréfi sem þeir hafa sent til Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra segja þeir að samstarfið í stjórnum bankanna hafi gengið vel en í ljósi þess að ný ríkisstjórn hafi tekið við völdum hafi orðið „eðlilegar pólitískar áherslubreytingar og mannabreytingar,“ eins og þeir orða það. 10.2.2009 15:32 Bróðir barnaníðings dæmdur fyrir misnotkun á barnungri dóttur sinni Karlmaður var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að misnota dóttur sína ítrekað frá árunum 2006 til nóvember 2008. Dóttir hans er þriggja og hálfs árs gömul í dag. Þá var amma barnsins einnig grunuð um verknaðinn til að byrja með en síðan var fallið frá þeim gruni. Hálfbróðir mannsins er sjálfur dæmdur barnaníðingur samkvæmt dómsorði en hann er núna búsettur í Taílandi. 10.2.2009 14:59 Sjá næstu 50 fréttir
Lögreglan leitar að Rolls Royce Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú að Rolls Royce bifreið sem stolið var í Hafnarfirði en tilkynnt var um nytjastuldinn í síðasta mánuði. Eigandi bílsins var erlendis í nokkrar vikur en þjófnaðurinn uppgötvaðist þegar hann kom til baka. 11.2.2009 11:31
Endurreisnarnefndin kynnir skýrslu sína Nefnd um endurreisn fjármálakerfisins birti fyrstu skýrslu sína á fundi með blaðamönnum sem haldin var í mogun í Þjóðmenningarhúsinu. Mats Josefsson, sænskur bankasérfræðingur sem leiðir nefndina, kynnti vinnu hennar, áherslur og þau verkefni sem fram undan eru. Jafnframt var lögð fram starfsáætlun nefndarinnar og grein gerð fyrir þeim þáttum sem hún vinnur að. 11.2.2009 10:55
Of mikil læti í Sturlu vörubílstjóra Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu segir að einum mótmælanda við Seðlabankann hafi verið kynnt lögreglusamþykkt reykjavíkurborgar vegna hávaða sem hann myndaði með mikilli lúðraþeytingu. Um er að ræða Sturlu Jónsson vörubílstjóra sem mótmælt hefur með mjög stórum gaslúðri síðustu daga. Um tuttugu manns mótmæla við Seðlabankann að sögn yfirlögregluþjóns. 11.2.2009 10:27
Ragna ræður Ásu sem aðstoðarmann Ása Ólafsdóttir, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, hefur verið ráðin aðstoðarmaður Rögnu Árnadóttur dóms- og kirkjumálaráðherra. 11.2.2009 10:19
Gúggla verður að glöggva og Facebook verður vinabók Málfræðingurinn Baldur Jónsson, sem situr í tölvuorðanefnd, hefur lagt til íslenskar þýðingar á orðunum Facebook, sem þúsundir Íslendinga nota, og einnig orðinu að gúggla, sem er dregið af leitar síðunni Google. Í grein sem Baldur skrifar í Morgunblaðið í dag leggur hann, og tölvuorðanefndin til, að íslenska þýðingin á Facebook, verði vinabók. 11.2.2009 10:12
112-dagurinn er í dag Dagur neyðarnúmersins,112-dagurinn er haldinn um allt land í dag. Að þessu sinni leggja samstarfsaðilarnir áherslu á að vekja athygli grunnskólabarna á því víðtæka öryggis- og velferðarneti sem þau hafa aðgang að í gegnum neyðarnúmerið ef eitthvað bjátar á. 11.2.2009 10:11
Hefur ekki trú á boðuðum breytingum á stjórnarskrá Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist aðspurður ekki hafa mikla trú á boðuðum stjórnarskrárbreytingum ríkisstjórnarinnar og fyrirhuguðu stjórnlagaþingi. Hann hefur lagt fram á Alþingi fyrirspurn til Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, í fimm liðum varðandi málið. 11.2.2009 09:47
Mjótt á munum í Ísrael Leiðtogar tveggja stærstu flokkanna á ísraelska þinginu, Knesset, hafa lýst yfir sigri í þingkosningunum sem fram fóru í Ísrael í gær. Búið er að telja þorra atkvæða og eins og staðan er núna hefur miðjuflokkur Tzipi Livni, Kadima, 28 þingsæti en hið hægrisinnaða Likudbandalag 27 þingsæti. 11.2.2009 09:20
Réttarhöldum yfir bloggara í Kína frestað um óákveðinn tíma Réttarhöldum yfir kínverskum bloggara hefur verið frestað um óákveðinn tíma eftir að bandarísk stjórnvöld fóru þess á leit að fulltrúi þeirra yrði viðstaddur réttarhöldin. 11.2.2009 07:56
Vopna- og fíkniefnabirgðir hjá Vítisenglum Skotvopn, táragas og fíkniefni er meðal þess sem fundist hefur í umsvifamikilli húsleit dönsku lögreglunnar hjá nokkrum útibúum vélhjólasamtakanna Vítisengla í Danmörku. 11.2.2009 07:31
Ók upp að Capitol Hill með riffil Lögreglan í Washington handtók síðdegis í gær mann á sjötugsaldri sem ók upp að þinghúsinu á Capitol Hill með riffil í bílnum og sagðist vera með sendingu til Baracks Obama forseta. 11.2.2009 07:29
Fimmtungur íbúa Marysville talinn af í kjarreldum Talið er að um fimmtungur íbúa þorpsins Marysville í Viktoríufylki í Ástralíu hafi látist af völdum kjarrelda sem enn brenna þar stjórnlaust. Tala látinna á öllu svæðinu er nú komin yfir 180 en sterkar vindhviður, sem glæða eldana, torvelda allt slökkvistarf. 11.2.2009 07:24
Bankabjörgun Bandaríkjanna ónóg Timothy Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, hefur viðurkennt að fyrri bankabjörgunaráætlun stjórnvalda þar í landi hafi engan vegin nægt til að rétta bankakerfið við. 11.2.2009 07:19
Síld mokveiðist við Norður-Noreg Gríðarleg síldveiði er nú við Norður-Noreg og segja sjómenn að annað eins hafi ekki gerst í áratugi. Dæmi eru um að skipin séu að fá allt upp í þúsund tonn í einu kasti og hefst vart undan að vinna síldina í landi. 11.2.2009 07:15
Innbrot í söngskóla og verslun Brotist var inn í söngskóla við Snorrabraut í nótt og hafði þjófurinn þar einhverja peninga upp úr krafsinu. Einnig var brotist inn í verslun í bakhúsi við Laugaveg og peningaskúffa úr sjóðsvél tekin í heilu lagi, með einhverjum fjármunum í. Þjófurinn, eða þjófarnir, eru ófundnir. 11.2.2009 07:14
Kafari hætt kominn við Reykjanes Kafari komst í hann krappan þegar hann ætlaði að stíga á land en straumur hreif hann og bar frá landi, út af Garði á Reykjanesi í gærkvöldi. 11.2.2009 07:12
Slökkvilið kallað að húsnæði Odda Fjölmennt slökkvilið var sent að prentsmiðjunni Odda við Höfðabakka í Reykjavík í nótt eftir að eldvarnarkerfi nam reyk í húsinu og sendi boð um það til slökkviliðsins. 11.2.2009 07:09
Sumarbústaður stórskemmdur eftir innbrot Sumarbústaður í Vaðneslandi í Grímsnesi er stórskemmdur, ef ekki ónýtur, eftir að innbrotsþjófur skildi bústaðinn eftir opinn, þannig að vatnsleiðslur frostsprungu og vatn flæddi um allt. 11.2.2009 07:04
Selt ríkisland verður ekki síðar þjóðlenda Ríkið getur ekki selt jarðir og síðar tekið þær aftur sem þjóðlendur, segir í dómi í máli Orkuveitunnar sem stefndi ríkinu vegna landadeilu á Hellisheiði. Annar úrskurður óbyggðanefndar um þjóðlendur á svæðinu var hins vegar staðfestur. 11.2.2009 05:30
Segir mjólkina hollari og kýrnar kátari Hyggst reisa sláturhús, fjárhús og hænsnabú og hefja lífrænan búskap. Bóndi sem það hefur gert í áratugi segir afurðina hollari og kýrnar fari leiðar sinnar „skellihlæjandi“. Ráðunautur segir Íslendinga eftirbáta annarra þjóða í þessari þróun. 11.2.2009 04:30
Búið að slökkva eld á Litla-Hrauni Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður fangelsisins á Litla-Hrauni, segir að búið sé að slökkva eld sem kom upp í fangaklefa fyrr í kvöld. Slökkviliðsmenn eru nú að reykræsta klefann. Ekki var um mikinn reyk að ræða. Hún segir að hvorki fanga né starfsfólk hafi sakað vegna málsins. Eldsupptök eru að óljós, að sögn Margrétar. 10.2.2009 21:52
Kadimaflokkur Livni í forystu Kadima, núverandi stjórnarflokkur Ísrael, er með nauma forystu samkvæmt útgönguspám en þingkosningar fóru fram í Ísrael í dag. 130 þingmenn sitja á Knesset, ísraelska þinginu, og er Kadima flokknum undir forystu Tzipi Livni, utanríkisráðherra, spáð 28 til 30 þingsætum. 10.2.2009 22:14
Krefja Kolbrúnu um svör vegna álversuppbyggingar Þingmenn Sjálfstæðisflokksins ætla að krefja Kolbrúnu Halldórsdóttur, nýjan umhverfisráðherra, svara á Alþingi á morgun um álversuppbyggingu á Bakka við Húsavík og í Helguvík á Suðurnesjum. 10.2.2009 21:15
Forsjárdeilur skaða börn til langs tíma Deilur milli foreldra um forsjá skaða börn oft alvarlega og til langs tíma. Tengslarof barna við feður eftir skilnað er ein alvarlegasta atlaga sem unnin er á barni. Þetta er meðal þeirra sem kemur fram í skýrslu Stefaníu Katrínar Karlsdóttur, um aðskilnað barna frá öðru foreldri. 10.2.2009 20:45
Sjálfstæðismenn með prófkjör í Kraganum Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, Kraganum, sem haldinn var í dag samþykkti að viðhaft skuli prófkjör í vegna uppröðunar á lista flokksins við þingiskosningarnar vorið 2009. Prófkjörið fer fram 14. mars. 10.2.2009 21:00
Gagnrýnir sjálfstæðismenn fyrir sögusagnir um hreinsanir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður Vinstri grænna, gagnrýnir þingmenn Sjálfstæðisflokksins fyrir að hafa komið af stað sögusögnum um meintar pólitískar hreinsanir nýrrar ríkisstjórnar. 10.2.2009 20:11
Eldur á Litla-Hrauni Eldur kom upp í fangaklefa á Litla-Hrauni í kvöld og fóru slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu á staðinn. Að sögn lögreglunnar á Selfossi var um minniháttar eld að ræða og er nú verið að reykræsta fangaklefann. 10.2.2009 21:33
ASÍ kynnir skýrslu um efnahagshorfur Alþýðusamband Íslands hyggst kynna á morgun nýja skýrslu hagdeildar sambandsins um horfur í efnhagsmálum þjóðarinnar 2009 til 2001. Ólafur Darri Andrason, deildarstjóri hagdeildar, mun kynna skýrsluna. Í október sagði hagdeildin að atvinnuleysi hér á landi gæti orðið 4 til 5% á árunum 2008 til 2010. 10.2.2009 20:44
Amnesty hvetja til vopnahlés á Srí Lanka Átökin á Sri Lanka halda áfram. Aðstæður almennings á átakasvæðunum fara versnandi. „Æ fleiri raddir krefjast þess nú að ríkisstjórn Sri Lanka og Tamílsku tígrarnir semji um vopnahlé,“ segir í tilkynningu frá Íslandsdeild Amnesty International. 10.2.2009 20:20
Kafara bjargað úr sjónum við Garð Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar út klukkan 18:30 í kvöld vegna kafara sem lenti í vandræðum rétt fyrir utan höfnina í Garði á Suðurnesjum. Kafarinn var að koma að landi þegar mikill straumur greip hann og bar frá landi. Maður sem var á bryggjunni í Garði að fylgjast með köfuninni kallaði eftir aðstoð. 10.2.2009 19:48
Árni: Stjórnin verður að hugsa sinn gang Árni Mathiesen, telur að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir þurfi að hugsa sinn gang þegar kemur að mannabreytingum. Formenn bankaráða Nýja Glitnis og Nýja Kaupþings tilkynntu fyrr í dag um afsögn sína. 10.2.2009 19:44
Hlini vill 2. sætið í Suðvesturkjördæmi Hlini Melsteð Jóngeirsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í annað sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi. Flokkurinn hefur í dag einn þingmann í kjördæminu, Siv Friðleifsdóttur. 10.2.2009 19:27
Kannanir benda til til sigurs Netanyahu Þingkosningar eru í Ísrael í dag. Búist er við fyrstu útgönguspám klukkan átta í kvöld þegar kjörstöðum verður lokað. Kannanir hafa bent til að hægrimaðurinn Benjamin Netanyahu, leiðtogi Líkúdbandalagsins, verði nýr forsætisráðherra en hann var síðast í því embætti fyrir áratug. 10.2.2009 19:19
Býður milljón þeim sem tekur að sér afborganir Fjölskyldufaðir á Akranesi hefur auglýst einbýlishús sitt til sölu og býður eina milljón í peningum þeim sem er reiðubúinn að yfirtaka skuldirnar á húsinu. Hann segir gjaldþrot blasa við ef ekki selst og er illur út í þá sem stýrðu þjóðarbúinu í þrot. 10.2.2009 19:01
Vændishús á Hverfisgötu Lögreglan hefur til skoðunar meinta vændisstarfsemi sem fram fer í húsi við Hverfisgötu í Reykjavík. Íbúar í húsinu eru orðnir langþreyttir á á starfseminni og segja hana hafa valdið þeim vökunætum í þrjár vikur. 10.2.2009 18:48
Ný björgunaráætlun kynnt í Bandaríkjunum Bandaríkjastjórn kynnti í dag nýja mörg hundruð milljarða dala björgunaráætlun fyrir fjármálastofnanir vestanhafs. Féð verður til viðbótar sjö hundruð milljarða dala sjóðnum frá í fyrra. Það verður notað til að kaupa upp undirmálslán frá bönkum. Fjárfestar verða fegnir með ríkinu til að leggja peninga í sjóðinn. Þannig verði liðkað fyrir lánveitingum til fólks og fyrirtækja. 10.2.2009 18:42
Fjölþættar aðgerðir til að rétta fjármálakerfið við Ríkisstjórnin kynnti í morgun fjölþættar aðgerðir til að rétta við fjármálakerfið í landinu og sem eiga að auðvelda einstaklingum of fyrirtækjum að standa undir aukinni skuldabyrði. Forsætisráðherra viðurkennir að margt sé sótt í smiðju síðustu ríkisstjórnar, sem hins vegar hafi þjáðst af ákvarðanafælni. 10.2.2009 18:40
Þorgerður Katrín vill vera varaformaður áfram Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ætlar ekki að bjóða sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum á landsfundi flokksins í mars. Hún sækist hins vegar eftir endurkjöri sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins. 10.2.2009 17:55
Tólf líkamsárásir Tólf líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglunnar um nýliðna helgi. Meirihluti þeirra, eða sjö, átti sér stað í miðborginni aðfaranótt laugardags. Flestar líkamsárásanna voru minniháttar en tveir eða þrír karlar fóru þó nefbrotnir heim eftir skemmtanir næturinnar. 10.2.2009 17:32
Fylgst með áhrifum efnahagsþrenginga á stöðu kynjanna Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að settur verði á fót vinnuhópur til að meta áhrif efnahagsástandsins á stöðu kynjanna. Hópurinn verður skipaður af Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, félags- og tryggingamálaráðherra. 10.2.2009 17:24
Steingrímur vill að Magnús og Valur sitji áfram Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, hefur óskað eftir því að formenn bankastjórna Nýja Glitnis, Valur Valsson, og Nýja Kaupþings, Magnús Gunnarsson, gegni störfum áfram. Í dag óskuðu þeir eftir að verða leystir frá störfum í stjórnum bankanna. Steingrímur vill að þeir endurskoði ákvarðanir sínar og gegni störfum áfram að minnsta kosti fram að aðalfundum bankanna í apríl. 10.2.2009 17:17
Áætlun um endurreisn fjármálakerfisins kynnt Starfsáætlun samráðsnefndar um endurreisn fjármálakerfisins verður kynnt í fyrrmálið. Formaður nefndarinnar, Svíinn Mats Josefsson, mun kynna áætlunina á fundi með blaðamönnum í Þjóðmenningarhúsinu. Hann var ráðinn til tímabundinna starfa 1. desember. 10.2.2009 17:06
Þuríður vill 2.sætið Þuríður Backman, alþingismaður, hefur ákveðið að bjóða sig fram í 2. sæti í forvali Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi vegna Alþingiskosninganna í vor. Í síðustu alþingiskosningum var Þuríður í 2. sæti. 10.2.2009 16:45
Stjórnarformenn Glitnis og Kaupþings segja af sér Formenn bankastjórna Nýja Kaupþings og Nýja Glitnis, þeir Valur Valsson hjá Glitni og Magnús Gunnarsson hjá Kaupþingi hafa sagt af sér. Í bréfi sem þeir hafa sent til Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra segja þeir að samstarfið í stjórnum bankanna hafi gengið vel en í ljósi þess að ný ríkisstjórn hafi tekið við völdum hafi orðið „eðlilegar pólitískar áherslubreytingar og mannabreytingar,“ eins og þeir orða það. 10.2.2009 15:32
Bróðir barnaníðings dæmdur fyrir misnotkun á barnungri dóttur sinni Karlmaður var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að misnota dóttur sína ítrekað frá árunum 2006 til nóvember 2008. Dóttir hans er þriggja og hálfs árs gömul í dag. Þá var amma barnsins einnig grunuð um verknaðinn til að byrja með en síðan var fallið frá þeim gruni. Hálfbróðir mannsins er sjálfur dæmdur barnaníðingur samkvæmt dómsorði en hann er núna búsettur í Taílandi. 10.2.2009 14:59