Of mikil læti í Sturlu vörubílstjóra Breki Logason skrifar 11. febrúar 2009 10:27 Lögreglan ræðir við Sturlu á mótmælum við Alþingishúsið. Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu segir að einum mótmælanda við Seðlabankann hafi verið kynnt lögreglusamþykkt reykjavíkurborgar vegna hávaða sem hann myndaði með mikilli lúðraþeytingu. Um er að ræða Sturlu Jónsson vörubílstjóra sem mótmælt hefur með mjög stórum gaslúðri síðustu daga. Um tuttugu manns mótmæla við Seðlabankann að sögn yfirlögregluþjóns. „Þessi samþykkt bannar mögnun hljóðs á almannafæri og það hefur hlotist mikið ónæði af þessu. Þetta truflar fólk þarna í nágrenninu þar sem þarna er hótel og skrifstofur. Þetta beindist því bara gegn þessum eina manni," segir Geir Jón. Geir Jón segir að Sturlu hafi einfaldlega verið bent á að þetta væri brot á umræddri samþykkt og ef hann ekki hætti fengi hann þá meðferð sem því fylgir. Stefán Eiríksson lögreglustjóri þekkti ekki til umrædds atviks en gerði ráð fyrir að menn væru að kynna þessa samþykkt sem bannar mögnun hljóðs með hátölurum, hljómflutningstækjum eða öðru á almannafæri. „Þetta er nú bara til þess að enginn gangi heyrnarlaus frá þessu, það er verið að vernda mótmælendur sem og aðra. Þeir hafa jafnvel verið að kvarta yfir hvor öðrum," segir Stefán. Um tónleika Bubba og Egó í gær sem spiluðu fyrir utan bankann segir Stefán að leyfi hafi verið fyrir því. „Annars stýra mínir menn þessu af röggsemi og standa sig vel." Ekki náðist í Sturlu Jónsson við vinnslu fréttarinnar. Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu segir að einum mótmælanda við Seðlabankann hafi verið kynnt lögreglusamþykkt reykjavíkurborgar vegna hávaða sem hann myndaði með mikilli lúðraþeytingu. Um er að ræða Sturlu Jónsson vörubílstjóra sem mótmælt hefur með mjög stórum gaslúðri síðustu daga. Um tuttugu manns mótmæla við Seðlabankann að sögn yfirlögregluþjóns. „Þessi samþykkt bannar mögnun hljóðs á almannafæri og það hefur hlotist mikið ónæði af þessu. Þetta truflar fólk þarna í nágrenninu þar sem þarna er hótel og skrifstofur. Þetta beindist því bara gegn þessum eina manni," segir Geir Jón. Geir Jón segir að Sturlu hafi einfaldlega verið bent á að þetta væri brot á umræddri samþykkt og ef hann ekki hætti fengi hann þá meðferð sem því fylgir. Stefán Eiríksson lögreglustjóri þekkti ekki til umrædds atviks en gerði ráð fyrir að menn væru að kynna þessa samþykkt sem bannar mögnun hljóðs með hátölurum, hljómflutningstækjum eða öðru á almannafæri. „Þetta er nú bara til þess að enginn gangi heyrnarlaus frá þessu, það er verið að vernda mótmælendur sem og aðra. Þeir hafa jafnvel verið að kvarta yfir hvor öðrum," segir Stefán. Um tónleika Bubba og Egó í gær sem spiluðu fyrir utan bankann segir Stefán að leyfi hafi verið fyrir því. „Annars stýra mínir menn þessu af röggsemi og standa sig vel." Ekki náðist í Sturlu Jónsson við vinnslu fréttarinnar.
Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent