Innlent

Fylgst með áhrifum efnahagsþrenginga á stöðu kynjanna

Ásta Ragnheiður, félags- og tryggingarmálaráðherra.
Ásta Ragnheiður, félags- og tryggingarmálaráðherra.
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að settur verði á fót vinnuhópur til að meta áhrif efnahagsástandsins á stöðu kynjanna. Hópurinn verður skipaður af Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, félags- og tryggingamálaráðherra.

„Skipun hópsins er í samræmi við verkefnaskrá ríkisstjórnarinnar þar sem fram kemur að hún sé einhuga um að við endurreisn íslensks efnahagslífs og uppbyggingu faglegra stjórnunarhátta verði jafnrétti kynjanna haft að leiðarljósi," segir í tilkynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×