Innlent

Þorgerður Katrín vill vera varaformaður áfram

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ætlar ekki að bjóða sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum á landsfundi flokksins í mars. Hún sækist hins vegar eftir endurkjöri sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins.

Þorgerður sagði í samtali við fréttastofu að hún vildi nýta sína krafta til að byggja flokkinn upp innnan frá. Flokkurinn þurfi á því að halda að skerpa hugmyndafræðina, læra af fortíðinni og byggja upp framtíðina. Hún muni styðja hvern þann sem valinn verður formaður flokksins.

Bjarni Benediktsson þingmaður er sá eini sem hefur tilkynnt að hann hyggist gefa kost á sér í formannssætið.

Þorgerður Katrín hefur verið varaformaður Sjálfstæðisflokksins frá 2005.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×