Erlent

Kannanir benda til til sigurs Netanyahu

Benjamin Netanyahu ásamt eiginkonu sinni. MYND/AFP
Benjamin Netanyahu ásamt eiginkonu sinni. MYND/AFP
Þingkosningar eru í Ísrael í dag. Búist er við fyrstu útgönguspám klukkan átta í kvöld þegar kjörstöðum verður lokað. Kannanir hafa bent til að hægrimaðurinn Benjamin Netanyahu, leiðtogi Líkúdbandalagsins, verði nýr forsætisráðherra en hann var síðast í því embætti fyrir áratug.

Tzipi Livni, utanríkisráðherra og nýr leiðtogi Kadimaflokksins sem nú er í stjórn, hefur hins vegar saxað á forskotið. Netanyahu aðhyllist harða stefnu gegn Palestínumönnum. Vill ekki gefa eftir neitt landsvæði til þeirra og styður frekari landtöku gyðinga á Vesturbakkanum. Það er þvert á stefnu nýs Bandaríkjaforseta sem hefur lagt mikla áherslu á að koma friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs aftur af stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×