Innlent

Sumarbústaður stórskemmdur eftir innbrot

Sumarbústaður í Vaðneslandi í Grímsnesi er stórskemmdur, ef ekki ónýtur, eftir að innbrotsþjófur skildi bústaðinn eftir opinn, þannig að vatnsleiðslur frostsprungu og vatn flæddi um allt.

Þegar eigandinn kom að bústaðnum í fyrradag kom þetta í ljós, en hann hafði ekki komið þangað í nokkrar vikur. Bústaðurinn var bókstaflega vatnsósa og innbúið stórskemmt, en þjófurinn hafði haft sjónvarp og fleira smálegt á brott með sér. Ljóst þykir að tjónið hlaupi á mörgum milljónum króna þótt andvirði þýfisins sé ekki nema nokkrir tugir þúsunda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×