Innlent

Árni: Stjórnin verður að hugsa sinn gang

Árni Mathiesen, fyrrum fjármálaráðherra.
Árni Mathiesen, fyrrum fjármálaráðherra.
Árni Mathiesen, telur að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir þurfi að hugsa sinn gang þegar kemur að mannabreytingum. Formenn bankaráða Nýja Glitnis og Nýja Kaupþings tilkynntu fyrr í dag um afsögn sína.

„Þegar hún er að skipta fólk um á hinum ýmsum stöðum og þvinga menn og ýta mönnum út. Þetta tefur verkinn sem verið er að vinna og við megum ekkert við því," sagði Árni í kvöldfréttum Rúv.




Tengdar fréttir

Stjórnarformenn Glitnis og Kaupþings segja af sér

Formenn bankastjórna Nýja Kaupþings og Nýja Glitnis, þeir Valur Valsson hjá Glitni og Magnús Gunnarsson hjá Kaupþingi hafa sagt af sér. Í bréfi sem þeir hafa sent til Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra segja þeir að samstarfið í stjórnum bankanna hafi gengið vel en í ljósi þess að ný ríkisstjórn hafi tekið við völdum hafi orðið „eðlilegar pólitískar áherslubreytingar og mannabreytingar,“ eins og þeir orða það.

Steingrímur vill að Magnús og Valur sitji áfram

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, hefur óskað eftir því að formenn bankastjórna Nýja Glitnis, Valur Valsson, og Nýja Kaupþings, Magnús Gunnarsson, gegni störfum áfram. Í dag óskuðu þeir eftir að verða leystir frá störfum í stjórnum bankanna. Steingrímur vill að þeir endurskoði ákvarðanir sínar og gegni störfum áfram að minnsta kosti fram að aðalfundum bankanna í apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×