Fleiri fréttir

Móðir segir son sinn ekki ofbeldisfullan

„Hann er ekki ofbeldisfullur, hann hefur aldrei ráðist á neinn eða gert neinum neitt," segir móðir mannsins sem situr í gæsluvarðaldi, grunaður um aðild að andláti konu sem fannst látin í dúfnakofa í Hafnarfirði á fimmtudaginn. Maðurinn, sem er 37 ára og jafngamall konunni, bjó með henni í tvo mánuði. Hann var handtekinn aðfaranótt föstudagsins og úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald í kjölfarið.

Loftmengun yfir heilsuverndarmörkum í borginni

Líklegt er að loftmengun verði yfir heilsuverndarmörkum í dag. Kalt er í lofti, lítill raki og logn og götur þurrar. Í tilkynningu frá Umhverfis- og samgöngusviði borgarinnar segir að bæði svifryk (PM10) og köfnunarefnisdíoxíð (NO2) gæti því farið yfir mörkin við helstu umferðargötur á höfuðborgarsvæðinu.

Frjálslyndir velja sér þingflokksformann á morgun

Jón Magnússon þingmaður hefur sagt sig úr Frjálslynda flokknum en hann hefur verið þingflokksformaður síðan Kristinn H. Gunnarsson lét af því embætti. Nýr formaður verður skipaður á þingflokksfundi á morgun klukkan 16:00. Vísir tók púlsinn á þingflokknum, ræddi við alla þingmenn hans og spurði hver væri líklegastur.

Þingkosningar í Ísrael í dag

Þingkosningar eru í Ísrael í dag. Búist er við að kjósendur halli sér til hægri og velji hauka til að stjórna landinu. Útlit er fyrir að Binyamin Netanyahu, leiðtogi Líkúd bandalagsins, verði nýr forsætisráðherra.

Fékk bíl í bakaríið

Lilja Bjarnadóttir starfsstúlka í Sveinsbakarí við Engihjalla í Kópavogi var að afgreiða mann í morgun þegar jeppi kom keyrandi inn í anddyrið. Lilju var brugðið en segir mestu máli skipta að enginn hafi slasast. Eigandi bílsins var umræddur maður en bíllinn er sjálfskiptur.

Ólafur Ragnar: Þýski blaðamaðurinn dregur upp villandi mynd

Ólafur Ragnar Grímsson segir að blaðamaður þýsku útgáfunnar af Financial Times hafi dregið upp mjög villandi frásögn af löngu samtali sem hann átti við forsetann á Bessastöðum. Haft er eftir Ólafi í blaðinu að Ísland eigi ekki að greiða þeim sem töpuðu á innlánum Kaupþings í Þýskalandi og hafa ummælin vakið töluverða athygli í Þýskalandi.

Lundey NS er farin til loðnuleitar

Lundey NS, skip HB Granda, er farin til loðnuleitar í samráði við Hafrannsóknastofnun. Að sögn Vilhjálms Vilhjálmssonar, deildarstjóra uppsjávarveiðisviðs HB Granda, mun skipið fyrst kanna svæði djúpt fyrir austan landið.

Facebook vill selja upplýsingar um þig

Facebook mun selja upplýsingar um kynhneigð þína, kyn, aldur og áhugamál til fyrirtækja sem síðan munu senda þér markhópamiðaðar auglýsingar. Það er eigandi Facebook Mark Zuckerberg sem er með þessi áform á prjónunum en hann býr yfir þessum upplýsingum um þá 150 milljón notendur Facebook.

Davíð forðaði sér á stökki

Mótmælendur eltu Davíð Oddsson, Seðlabankastjóra, fyrir utan bankann í morgun en Davíð komst undan þeim með naumindum. Lögreglan stöðvaði mótmælendur þegar þeir ætluðu að fara inn um innganginn á eftir Davíð.

Bubbi og Egó rokka fyrir framan Seðlabankann - myndband

Bubbi Morthens og félagar hans í Egó tóku lagið fyrir framan Seðlabankann í morgun. Mótmælendur komu saman í morgun rétt eins og í gær og segir Hörður Torfason forsvarsmaður Radda fólksins að um hundrað manns séu á svæðinu. Lögregla segir að allt fari fram með ró og spekt en segist ekki hafa upplýsingar um mannfjölda.

Rændi úrsmið vopnaður farsíma í sokk

Fimmtán ára drengur var handtekinn í Kaupmannahöfn í gær eftir að hafa rænt úraverslun, vopnaður farsíma með sokk utan um. Þetta sagði ræninginn að væri skammbyssa og heimtaði úr og peninga af kaupmanninum.

Rottufaraldur í uppsiglingu í Bretlandi

Rottum í íbúðabyggð fjölgar nú sem aldrei fyrr í Bretlandi en mörg sveitarfélög hafa gripið til þess að spara í rekstri sínum með því að draga úr sorphirðu.

Biður þingið að drífa björgunarfrumvarp í gegn

Barack Obama Bandaríkjaforseti varar við því að bandarískt efnahagslíf geti orðið mjög illa úti, efþingmenn bretti ekki upp ermarnar og afgreiði frumvarp um 800 milljarða dollara viðbótar björgunarpakka hið fyrsta.

Fjörutíu prósent færri út í janúar

Fjörutíu prósent færri Íslendingar fóru frá Leifsstöð til útlanda í janúar síðastliðnum, samanborið við sama mánuð í fyrra. Þeir voru 16 þúsund í ár en 31 þúsund í fyrra þannig að samdrátturinn nemur 15 þúsund manns.

Leita loðnu sem aldrei fyrr

Tvö skip eru byrjuð loðnuleit út af Suðurströndinni ásamt hafrannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni og tvö til viðbótar eru á leið til leitar.

Fiskibátur í vandræðum vegna rafmagnstruflana

Tveir menn á litlum fiskibáti lentu í erfiðleikum í nótt vegna rafmagnstruflana um borð. Þeir voru í stöðugu sambandi við land en ekki þótti tilefni til að senda björgunarskip til móts við þá. Í stað þess að fara til Dalvíkur, eins og til stóð, fóru þeir skemmstu leið til Siglufjarðar, þar sem gert verður við rafkerfið.

Innbrot í Ölduselsskóla

Brotist var inn í Ölduselsskóla í nótt og þaðan stolið skjávarpa. Þjófurinn er ófundinn. Þá var gerð tilraun til að brjótast inn í Breiðholtsskóla undir morgun en þjófurinn virðist hafa lagt á flótta áður en hann hafði ráðrúm til að taka eitthvað til handargagns. Hann er líka ófundinn.

Óttast að tala látinna í Ástralíu verði á þriðja hundrað

Óttast er að tala látinna í kjarreldunum í Ástralíu fari allt upp í 230 manns, en 173 hafa þegar fundist látnir. Líklegt þykir að sú tala hækki eftir því sem björgunarsveitir komast lengra inn á þau svæði sem hvað verst urðu úti.

AGS benti á brotalamir í seðlabankafrumvarpi

Forsætisráðuneytinu hafa borist tæknilegar ábendingar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum um frumvarp um breytingar á yfirstjórn Seðlabankans, sem liggur nú fyrir viðskiptanefnd Alþingis. Ekki liggur fyrir hvers kyns athugasemdirnar eru.

Norðurlöndin sjái um íslenskt loftrýmiseftirlit

Utanríkisráðherra segir það áhugaverða hugmynd í nýrri norrænni skýrslu að Norðurlöndin taki saman við loftrýmiseftirliti Atlantshafsbandalagsins yfir Íslandi. Eftir sé þó að ræða hana nánar.

18 mánaða vopnahlé í burðarliðnum

Háttsettur fulltrúi Hamassamtakanna fullyrðir að öllum líkindum verði tilkynnt innan fáeina daga um 18 mánaða vopnhlé samtakanna og Ísraela á Gazaströndinni. Fulltrúinn, Osama al-Muzaini, lætur þó ekkert uppi hvað væntanlegt samkomulag mun fela í sér.

Íslandshreyfingin stefnir á þingframboð

„Eins og staðan lítur út núna stefnum við að framboði í öllum kjördæmum og miðum okkar starf við það,“ segir Ómar Ragnarsson, formaður Íslandshreyfingarinnar, aðspurður hvort að flokkurinn muni bjóða fram í næstu þingkosningum. Í kosningunum vorið 2007 hlaut flokkurinn 3,3% fylgi og engan mann kjörinn.

Guðjón vill vera formaður áfram

„Ég hafði ekki hugsað mér annað. En vika er langur tími í pólitík," sagði Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, spurður hvort hann muni gefa kost á sér sem formaður á landsþingi flokksins um miðjan mars. Guðjón segist ekki hafa tekið ákvörðun um annað en að gefa kost á sér til áframhaldandi þingmennsku og formennsku. Hann hræðist ekki slag um formannsembættið.

Blaðamaðurinn segir forsetahjónin samrýmd en ólík

Bandarískur blaðamaður sem tók umdeilt viðtal við forsetahjóninn á Besstastöðum segir það hafa verið ákaflega sérstakt að hluta á hjónin þrasa um hvað mætti birta í viðtalinu og hvað ekki. Hjónin séu greinilega samrýmd, en afar ólík.

Dalai Lama væntanlegur til Íslands

Dalai Lama handhafi Friðarverðlauna Nóbels og andlegur og veraldlegur leiðtogi Tíbeta, er væntanlegur til landsins og mun dvelja á Íslandi dagana 1.-3. júní næstkomandi. Þetta er í fyrsta sinn sem Dalai Lama heimsækir Ísland en hann hefur heimsótt fjölda landa undanfarin 50 ár, ýmist sem gestur trúfélaga, ríkisstjórna eða í boði einkaaðila. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Umsögn AGS verði birt opinberlega

Forsætisráðuneytið hefur þegar óskað eftir því við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn að sem fyrst verði send formleg umsögn um Seðlabankafrumvarpið svokallaða sem ekki sé bundin trúnaði, og verði birt opinberlega þegar hún berst og kynnt viðskiptanefnd Alþingis sem hefur frumvarp til laga um breytingar á lögum um bankans nú til umfjöllunar.

Davíð reyndi að hrista blaðamenn af sér

Davíð Oddsson var hvergi sjáanlegur í Seðlabankanum í morgun en þar komu tæplega eitthundrað mótmælendur saman til að krefjast þess að hann víki burt. Davíð sýndi snilldartakta þegar hann hristi blaða og fréttamenn af sér við Landspítalann.

Jóhanna ætlar ekki að eyða tíma og þræta við Davíð

Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina í kappi við tímann og hún ætli ekki að elta ólar við einstaka ávirðingar Davíðs Oddssonar í sinn garð. Frumvarp ríkisstjórnarinnar um Seðlabankann var afgreitt til nefndar í dag og segir Jóhanna mikilvægt að málið verði afgreitt sem fyrst.

Jarðgöng í stað Mýrargötustokks

Útlit er fyrir að jarðgöng verður grafin undir Mýrargötu í stað stokksins sem áætlaður var í góðærinu. Efnt verður til hugmyndasamkeppni um allt gamla hafnarsvæðið og Örfirisey. Allir mega taka þátt, ekkert skilyrði er að vera drátthagur.

Evrópubúar sólgnir í þorsklifur í dós

Þau voru þrjú í fyrravor í litlu fjölskyldufyrirtæki í Grindavík að sjóða niður þorsklifur í dósir. Nú eru Evrópubúar orðnir svo sólgnir í lifrina þeirra að þau eru komin með tuttugu manns í vinnu og tugþúsundir dósa rúlla nú af færibandinu á degi hverjum.

Margt þarf að skoða í tengslum við bankahrunið

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, boðaði til blaðamannafundar í dag og kynnti starfsemi embættisins. Auk Ólafs hafa fjórir verið ráðnir: þeir Grímur Grímsson , Hólmsteinn Gauti Sigurðsson, og Sveinn Ingiberg Magnússon og Sigurður Tómas Magnússon. Þeir hófu störf í síðustu viku og gera ráð fyrir að funda nánar með samstarfsaðilum sínum, s.s. ríkisskattstjóra og fjármálaeftirlitinu í þessari viku.

Íslendingur í Ástralíu: Skógareldar aldrei verið verri

Hundrað sjötíu og einn hefur farist í kjarr- og skógareldum sem geisa nú í Ástralíu. Íslendingur sem býr á svæðinu segir eldana breiðast svo hratt út að mörgum íbúum hafði ekki tekist að forða sér í tæka tíð.

Einungis verið að ryðja bankastjórunum út

Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að með frumvarpi ríkisstjórnarinnar um breytingar á Seðlabankanum sé einungis verið að ryðja ákveðnum einstaklingum úr vegi. „Þetta er mjög gallað frumvarp. Þetta er samið í flýti. Þetta er mjög vanbúið frumvarp,“ sagði Geir í þættinum Ísland í dag fyrr í kvöld.

AGS sendi ríkisstjórninni ábendingar varðandi Seðlabankafrumvarp

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sendi ríkisstjórninni um helgina óumbeðið ábendingar varðandi frumvarp hennar um Seðlabanka íslands. Forsætisráðherra vissi ekki af ábendingunum fyrr en eftir umræður á Alþingi í dag. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn óskar eftir trúnaði um innihald ábendinganna, en forsætisráðherra hefur óskað eftir því að þeim trúnaði verði aflétt. Ábendingarnar eru sagðar vera tæknilegs eðlis.

Norrænir utanríkisráðherrar vilja auka aðstoð á Gaza

Norrænu utanríkisráðherrarnir lýstu í dag yfir áhyggjum sínum vegna ástandsins á Sri Lanka þar sem um 250.000 óbreyttir borgarar hafa lokast inni á átakasvæðum. Þá sögðu utanríkisráðherrarnir að bráð nauðsyn væri á að auka aðstoð við Palestínumenn á Gaza. Ráðherrarnir funduðu í dag í Ósló og stýrði Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, fundinum.

Jón segir skilið við Frjálslynda

Jón Magnússon tilkynnti við upphaf þingfundnar í dag að hann hefði sagt sig úr Frjálslynda flokknum og þingflokki flokksins. Hann mun sitja á Alþingi fram að kosningum utan flokka. Jón settist á þing fyrir Frjálslynda flokkinn í maí 2007 og í september sl. var hann kjörinn þingflokksformaður flokksins.

Fíkniefnaleit í FB

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitaði að fíkniefnum í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti í hádeginu í dag. Á undanförnum árum hefur lögreglan nokkrum sinnum farið þessara erinda í skólann en niðurstaðan hefur ávallt verið sú sama. Þar hafa engin fíkniefni fundist. Fíkniefnaleitarhundur frá tollinum var notaður við aðgerðina í dag.

Katrín skipar nýja stjórn LÍN

Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, hefur skipað nýja fulltrúa menntamálaráðherra og fjármálaráðherra í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna til næstu tveggja ára frá 9. febrúar 2009.

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti stjórnmálaflokkur landsins með 26 prósent samkvæmt netkönnun sem Reykjavík síðdegis á Bylgjunni lét gera fyrir sig. Alls greiddu 4.300 manns atkvæði og var aðeins eitt atkvæði á hverja ip-tölu. Sé tekið mið af þeim sem tóku afstöðu til flokka þá mælist Sjálfstæðisflokkurinn með 34 prósent í fylgi.

Dánarorsök konunnar enn óljós

Bráðabirgðaniðurstaða krufningar hefur ekki varpað ljósi á dánarorsök konu á fertugsaldri, sem fannst látin í Kapelluhrauni, sunnan Hafnarfjarðar, á fimmtudag.

Leyfir takmarkaðar loðnuveiðar í rannsóknarskyni

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, hefur því nú ákveðið að heimila takmarkaðar loðnuveiðar íslenskra skipa í rannsóknaskyni. Um er að ræða 15.000 tonna kvóta.

Ekki til svo mikið sem minnisblað um ákvörðun Einars

Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra segir að ekki hafi verið til svo mikið sem eitt minnisblað í ráðuneytinu um ákvörðun forvera síns um að gefa út veiðiheimildir til næstu fimm ára á hrefnum og langreyðum. Hann gagnrýnir einnig fátæklegan lagagrunn sem liggur að baki ákvörðuninni og skilur ekki hversvegna forverar sínir hafi ekki endurskoðað lögin sem eru frá fimmta áratug síðustu aldar. Einar segir Steingrím flækja málin.

Sjá næstu 50 fréttir