Innlent

Eldur á Litla-Hrauni

Eldur kom upp í fangaklefa á Litla-Hrauni í kvöld og fóru slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu á staðinn. Að sögn lögreglunnar á Selfossi var um minniháttar eld að ræða og er nú verið að reykræsta fangaklefann.

Á fréttavefnum dv.is er því haldið fram að uppreisnarástand ríki í fangelsinu eftir að tíu fangar voru læstir inni í klefum sínum í kvöld. Klukkan 21 hafi verið búið að kveikja í þremur eða fjórum fangaklefum.

Lögreglan á Selfossi kannaðist ekki við þessa frásögn. Ekki náðist í Margréti Frímannsdóttur, forstöðumann Litla-Hrauns.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×