Erlent

Síld mokveiðist við Norður-Noreg

Myndin tengist ekki þessari frétt.
Myndin tengist ekki þessari frétt.

Gríðarleg síldveiði er nú við Norður-Noreg og segja sjómenn að annað eins hafi ekki gerst í áratugi. Dæmi eru um að skipin séu að fá allt upp í þúsund tonn í einu kasti og hefst vart undan að vinna síldina í landi.

Þessi veiði er úr norsk-íslenska síldarstofninum, sem Norðmenn kalla reyndar norsku vorgotssíldina. Þann skugga ber hins vegar á þessar miklu veiðar, að æ erfiðara er að selja síldina á hefðbundnum mörkuðum, eins og til dæmis í Rússlandi, vegna efnahagskreppunnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×