Erlent

Fimmtungur íbúa Marysville talinn af í kjarreldum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/AFP/Getty Images

Talið er að um fimmtungur íbúa þorpsins Marysville í Viktoríufylki í Ástralíu hafi látist af völdum kjarrelda sem enn brenna þar stjórnlaust. Tala látinna á öllu svæðinu er nú komin yfir 180 en sterkar vindhviður, sem glæða eldana, torvelda allt slökkvistarf.

Maður nokkur, sem sjónvarpsstöðin Nine ræddi við, sagðist hafa haldið til við heimili sitt eins lengi og unnt var til að verja það eldinum. Að lokum hafi hann orðið að forða sér og rétt náð að bjarga hundinum sínum á flóttanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×