Innlent

Vændishús á Hverfisgötu

Lögreglan hefur til skoðunar meinta vændisstarfsemi sem fram fer í húsi við Hverfisgötu í Reykjavík. Íbúar í húsinu eru orðnir langþreyttir á á starfseminni og segja hana hafa valdið þeim vökunætum í þrjár vikur.

Fólkið sem fréttastofa ræddi við í húsinu sögðu öll að vændið ætti sér stað í ákveðinni íbúð. Fréttamaður bankaði upp á og freistaði þess að ræða við húsráðendur. Eftir töluverð bið var loks svarað. Kona af erlendum uppruna sagði að hún byggi þarna ásamt þremur öðrum stúlkum.

Stúlkurnar sögðu fréttastofu að kona að nafni Catalina Ncoco stýrði þeirra starfsemi sem fram fer í húsinu.

Hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fengust þær upplýsingar að vændishúsið á Hverfisgötu væri til skoðunnar en samkvæmt upplýsingum frá nágrönnum hefur það verið starfrækt þar í um þrjá vikur.

Catalina Ncoco sem sögð er halda úti vændishúsinu við Hverfisgötu er einnig grunuð um hafa stolið vegabréfi samlöndu sinnar og reynt að þvinga hana í vændi.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×