Erlent

Kadimaflokkur Livni í forystu

Tzipi Livni, leiðtogi Kadima, á kjörstað í dag.
Tzipi Livni, leiðtogi Kadima, á kjörstað í dag. MYND/AP

Kadima, núverandi stjórnarflokkur Ísraels, er með nauma forystu samkvæmt útgönguspám en þingkosningar fóru fram í landinu í dag. 130 þingmenn sitja á Knesset, ísraelska þinginu, og er Kadima flokknum undir forystu Tzipi Livni, utanríkisráðherra, spáð 28 til 30 þingsætum. Kadima og Verkamannaflokkurinn mynda núverandi ríkisstjórn ásamt nokkrum smærri flokkum.

Helsta keppinaut Kadimaflokksins, Likud-bandalagið sem forsætisráðherrann fyrrverandi Benjanmin Netanyahu veitir forystu, er spáð 26 til 28 þingsætum. Seinustu kannanir í dag bentu til sigurs Likud-bandalagsins.

Um snemmbúnar kosningar var að ræða. Ehud Olmert, fráfarandi forsætisráðherra, tilkynnti fyrir nokkru að hann ætlaði að víkjaúr embætti og hætta sem leiðtogi Kadima flokksins vegna ásakana um spillingu. Ekki tókst að mynda nýja stjórn og því var boðað til kosninga.






Tengdar fréttir

Þingkosningar í Ísrael í dag

Þingkosningar eru í Ísrael í dag. Búist er við að kjósendur halli sér til hægri og velji hauka til að stjórna landinu. Útlit er fyrir að Binyamin Netanyahu, leiðtogi Líkúd bandalagsins, verði nýr forsætisráðherra.

Kannanir benda til til sigurs Netanyahu

Þingkosningar eru í Ísrael í dag. Búist er við fyrstu útgönguspám klukkan átta í kvöld þegar kjörstöðum verður lokað. Kannanir hafa bent til að hægrimaðurinn Benjamin Netanyahu, leiðtogi Líkúdbandalagsins, verði nýr forsætisráðherra en hann var síðast í því embætti fyrir áratug.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×