Innlent

Steingrímur vill að Magnús og Valur sitji áfram

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, hefur óskað eftir því að formenn bankastjórna Nýja Glitnis, Valur Valsson, og Nýja Kaupþings, Magnús Gunnarsson, gegni störfum áfram. Í dag óskuðu þeir eftir að verða leystir frá störfum í stjórnum bankanna. Steingrímur vill að þeir endurskoði ákvarðanir sínar og gegni störfum áfram að minnsta kosti fram að aðalfundum bankanna í apríl.




Tengdar fréttir

Stjórnarformenn Glitnis og Kaupþings segja af sér

Formenn bankastjórna Nýja Kaupþings og Nýja Glitnis, þeir Valur Valsson hjá Glitni og Magnús Gunnarsson hjá Kaupþingi hafa sagt af sér. Í bréfi sem þeir hafa sent til Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra segja þeir að samstarfið í stjórnum bankanna hafi gengið vel en í ljósi þess að ný ríkisstjórn hafi tekið við völdum hafi orðið „eðlilegar pólitískar áherslubreytingar og mannabreytingar,“ eins og þeir orða það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×