Erlent

Ný björgunaráætlun kynnt í Bandaríkjunum

Bandaríkjastjórn kynnti í dag nýja mörg hundruð milljarða dala björgunaráætlun fyrir fjármálastofnanir vestanhafs. Féð verður til viðbótar sjö hundruð milljarða dala sjóðnum frá í fyrra. Það verður notað til að kaupa upp undirmálslán frá bönkum. Fjárfestar verða fegnir með ríkinu til að leggja peninga í sjóðinn. Þannig verði liðkað fyrir lánveitingum til fólks og fyrirtækja.

Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti síðdegis fjárveitingu í aðra björgunaráætlun upp á ríflega átta hundruð milljarða dala til handa bandarískum fyrirtækjum. Eftir er að ákveða hvernig því fé verður varið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×