Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Atli Ísleifsson, Sunna Sæmundsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 12. ágúst 2025 12:46 Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra. Vísir/Einar Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir álagningu fimmtán prósenta tolls á íslenskan innflutning til Bandaríkjanna mikið áhyggjuefni en telur enn mögulegt að ná samkomulagi sem geti orðið Íslendingum og Bandaríkjamönnum til góða. Áætlanir Bandaríkjastjórnar um hærri toll á íslenskan innflutning en áður stóð til komu stjórnvöldum í opna skjöldu þegar hann þær voru kynntar í upphafi mánaðarins en tollurinn tók gildi í síðustu viku. Íslensk stjórnvöld eiga nú í viðræðum við bæði stjórnvöld í Bandaríkjunum um málið auk þess að vera í samtali við Evrópusambandið um fyrirhugaðan verndartolla á járnblendi. Ríkisstjórnin kom saman á sínum fyrsta fundi í dag að loknu sumarleyfi og segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra að tollamál hafi eðli máls samkvæmt verið þar ofarlega á blaði. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Vísir/Anton Brink „Það hafa afdrifaríkar ákvarðanir verið teknar núna, til dæmis í tollamálum. Það hafa komið upp umræður um verndaraðgerðir af hálfu Evrópusambandsins og viðbótartolla frá Bandaríkjunum. Þannig að verið vorum að fara svolítið ítarlega yfir þá stöðu,“ sagði Kristrún. Bíða eftir niðurstöðu Daði Már segir að íslensk stjórnvöld viti ekki nákvæmlega hver útfærslan verður og að beðið sé eftir niðurstöðu þar. „Það eina sem við erum með alveg á hrinu eru viðbrögð Bandaríkjastjórnar og hækkunina á tollunum þar. Af því höfum við áhyggjur. Utanrríkisráðherra og utanríkisráðuneytið hefur staðið sig mjög vel að vera í stöðugu sambandi við bandarísk stjórnvöld og vinna að því að koma íslenskum sjónarmiðum á framfæri. Við teljum að það séu tækifæri til þess að ná samkomulagi við bandarísk stjórnvöld sem er bæði Íslandi og Bandaríkjunum til góða,“ segir fjármálaráðherra. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Vísir/Lýður Viðkvæm staða Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir stöðuna vera viðkvæma. „Það er verið að ræða þrýsta á Evrópusambandið og undirstrika það að við erum, Íslendingar, aðilar að innri markaði Evrópusambandsins. Að mínu mati, þessar fyrirætlanir sambandsins um að setja verndartolla á kísil og járnblendi, er ekki í samræmi við EES-samninginn. Þannig að við höldum þeim þrýstingi áfram og höfum nokkra daga til stefnu. En það er margt í gangi en svo sjáum við hvað setur, hver sniðurstaðan verður.“ Hvaða svör hafa borist frá Brussel, ef einhver? „Eins og ég segi þá er þetta á viðkvmu stigi og við erum í formlegu sem óformlegu samtali og samskiptum við Evrópusambandið, bæði framkvæmdastjórnina en líka á embættismannastigi,“ segir ráðherrann. Um tolla Bandaríkjastjórnar segir Þorgerður Katrín að ekkert sé nýtt að frétta varðandi fimmtán prósenda toll Bandaríkjastjórnar á íslenskra vörur. „Nema það að það er alveg skýrt að við Íslendingar við viljum frekara samval við Bandaríkjastjórn um hvað hægt sé að gera. Þetta kom okkur mjög á óvart miðað við fyrri samskipti sem við höfðum átt. En á endanum er það einfaldlega það sem ræður Hvíta húsinu er að það er viðskiptahalli, Bandaríkjunum í óhag. Þannig að við vinnum út frá því og erum í miklum samskiptum við atvinnulífið hér heima og erum að skoða hvað sé hægt að setja í púkkið til að fara í gagnvirkt samtal við Bandaríkjastjórn og utanríkisviðskiptafulltrúa stjórnarinnar.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar og tollar Efnahagsmál Evrópusambandið Bandaríkin Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Fleiri fréttir Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Sjá meira
Áætlanir Bandaríkjastjórnar um hærri toll á íslenskan innflutning en áður stóð til komu stjórnvöldum í opna skjöldu þegar hann þær voru kynntar í upphafi mánaðarins en tollurinn tók gildi í síðustu viku. Íslensk stjórnvöld eiga nú í viðræðum við bæði stjórnvöld í Bandaríkjunum um málið auk þess að vera í samtali við Evrópusambandið um fyrirhugaðan verndartolla á járnblendi. Ríkisstjórnin kom saman á sínum fyrsta fundi í dag að loknu sumarleyfi og segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra að tollamál hafi eðli máls samkvæmt verið þar ofarlega á blaði. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Vísir/Anton Brink „Það hafa afdrifaríkar ákvarðanir verið teknar núna, til dæmis í tollamálum. Það hafa komið upp umræður um verndaraðgerðir af hálfu Evrópusambandsins og viðbótartolla frá Bandaríkjunum. Þannig að verið vorum að fara svolítið ítarlega yfir þá stöðu,“ sagði Kristrún. Bíða eftir niðurstöðu Daði Már segir að íslensk stjórnvöld viti ekki nákvæmlega hver útfærslan verður og að beðið sé eftir niðurstöðu þar. „Það eina sem við erum með alveg á hrinu eru viðbrögð Bandaríkjastjórnar og hækkunina á tollunum þar. Af því höfum við áhyggjur. Utanrríkisráðherra og utanríkisráðuneytið hefur staðið sig mjög vel að vera í stöðugu sambandi við bandarísk stjórnvöld og vinna að því að koma íslenskum sjónarmiðum á framfæri. Við teljum að það séu tækifæri til þess að ná samkomulagi við bandarísk stjórnvöld sem er bæði Íslandi og Bandaríkjunum til góða,“ segir fjármálaráðherra. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Vísir/Lýður Viðkvæm staða Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir stöðuna vera viðkvæma. „Það er verið að ræða þrýsta á Evrópusambandið og undirstrika það að við erum, Íslendingar, aðilar að innri markaði Evrópusambandsins. Að mínu mati, þessar fyrirætlanir sambandsins um að setja verndartolla á kísil og járnblendi, er ekki í samræmi við EES-samninginn. Þannig að við höldum þeim þrýstingi áfram og höfum nokkra daga til stefnu. En það er margt í gangi en svo sjáum við hvað setur, hver sniðurstaðan verður.“ Hvaða svör hafa borist frá Brussel, ef einhver? „Eins og ég segi þá er þetta á viðkvmu stigi og við erum í formlegu sem óformlegu samtali og samskiptum við Evrópusambandið, bæði framkvæmdastjórnina en líka á embættismannastigi,“ segir ráðherrann. Um tolla Bandaríkjastjórnar segir Þorgerður Katrín að ekkert sé nýtt að frétta varðandi fimmtán prósenda toll Bandaríkjastjórnar á íslenskra vörur. „Nema það að það er alveg skýrt að við Íslendingar við viljum frekara samval við Bandaríkjastjórn um hvað hægt sé að gera. Þetta kom okkur mjög á óvart miðað við fyrri samskipti sem við höfðum átt. En á endanum er það einfaldlega það sem ræður Hvíta húsinu er að það er viðskiptahalli, Bandaríkjunum í óhag. Þannig að við vinnum út frá því og erum í miklum samskiptum við atvinnulífið hér heima og erum að skoða hvað sé hægt að setja í púkkið til að fara í gagnvirkt samtal við Bandaríkjastjórn og utanríkisviðskiptafulltrúa stjórnarinnar.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar og tollar Efnahagsmál Evrópusambandið Bandaríkin Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Fleiri fréttir Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Sjá meira