Innlent

Áætlun um endurreisn fjármálakerfisins kynnt

Svíinn Mats Josefsson var ráðinn af forsætisráðuneytinu til tímabundinna starfa 1. desember sl.
Svíinn Mats Josefsson var ráðinn af forsætisráðuneytinu til tímabundinna starfa 1. desember sl.
Starfsáætlun samráðsnefndar um endurreisn fjármálakerfisins verður kynnt í fyrrmálið. Formaður nefndarinnar, Svíinn Mats Josefsson, mun kynna áætlunina á fundi með blaðamönnum í Þjóðmenningarhúsinu. Hann var ráðinn til tímabundinna starfa 1. desember.

Mats Josefsson er reynslumikill bankamaður. Hann starfaði í 13 ár hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum en var áður aðstoðarforstjóri sænska fjármálaeftirlitsins og þar á undan forstöðumaður í sænska seðlabankanum. Hann stýrði eftirliti með bankastarfsemi í Svíþjóð á árunum 1990 til 1994 á tímum bankakreppunnar þar. Josefsson lék sömuleiðis stórt hlutverk í milligöngu AGS í uppbyggingu bæði í Tyrklandi og Tælandi eftir bankakreppu sem þau lönd glímdu við frá því um og eftir aldamótin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×