Innlent

Slökkvilið kallað að húsnæði Odda

Fjölmennt slökkvilið var sent að prentsmiðjunni Odda við Höfðabakka í Reykjavík í nótt eftir að eldvarnarkerfi nam reyk í húsinu og sendi boð um það til slökkviliðsins.

Engin eldur var þó í húsinu, en þar hafði pappír sviðnað, eða kolast, og við það myndaðist reykur. Slökkviliðið reykræsti húsið, sem er mjög stórt, en tjón mun vera lítið sem ekkert.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×