Fleiri fréttir

Mikil svörun við kvörtunum Sigmundar

Vísir sagði frá því í dag að Sigmundur Ernir Rúnarsson ætti erfitt með að fá viðmælendur í þátt sinn Mannamál. Í margar vikur hefur hann reynt að fá Ingibjörgu Sólrúnu, Björgvin G. Sigurðsson og Össur Skarphéðinsson. Hann sprakk á bloggsíðu sinni í dag þar sem hann sagði frá þessum eltingarleik. Örfáum mínútum síðar byrjuðu símtölin að streyma inn.

Leit að rjúpnaskyttunni flýtt fram á föstudag

Lögreglan á Selfossi, fulltrúi svæðisstjórnar björgunarsveita í Árnessýslu og fulltrúar Landsbjargar funduðu í dag og fóru yfir gögn um leit að manni sem týndist á Skáldabúðarheiði laugardaginn 29. nóvember s.l. Leit var frestað í gær og áformað hafði verið að fara aftur til leitar á laugardag en í ljósi breyttrar veðurspár hefur þeirri leit verið flýtt til föstudagsins næstkomandi.

Forseti Taívans vill ekki fá Dalai Lama

Forseti Taívans sagði í dag að ekki sé tímabært að Dalai Lama, andlegur leiðtogi Tíbeta heimsæki eyjuna. Þetta mun ugglaust hugnast Kínverjum sem saka leiðtogann um að reyna að grafa undan stjórn Kína í Tíbet.

Sjóræningjar hafa ráðist á 100 skip við Sómalíu

Sjóræningjar hafa ráðist á um 100 skip undan ströndum Sómalíu það sem af er þessu ári og hertekið fjörutíu þeirra. Þegar ræningjar réðust á bandaríska farþegaskipið Nautica á sunnudag skipaði skipstjórinn farþegunum 665 að leita skjóls inni í skipinu og gaf svo allt í botn.

Farþegum fækkar á milli ára

Ef vel á að gera, þarf ríkið að leggja þrjú til fimm hundruð milljónir króna í ferðaiðnaðinn á ári, segir Erna Hauksdóttir, formaður Félags ferðaþjónustunnar. Í heild hefur farþegum sem fara um Leifsstöð fækkað um 36 prósent í nóvembermánuði miðað við sama tíma í fyrra.

Söfnuðurinn klofinn í máli Gunnars

Þó að séra Gunnar Björnsson hafi verið sýknaður af ákærum um kynferðisbrot gegn sóknarbörnum sínum í gær er ekki víst að hann snúi aftur til starfa sem prestur á Selfossi. Söfnuðurinn er klofinn í málinu.

Sjónskertir fá styrk úr Þórsteinssjóði

Í dag hlutu tveir stúdentar við Háskóla Íslands styrk úr Þórsteinssjóði en styrkurinn er ætlaður blindum og sjónskertum nemendum við Háskólann. Hvor styrkhafi hlaut 500 þúsund krónur. Styrkurinn var afhentur á Háskólatorgi á alþjóðadegi fatlaðra en þetta er í annað sinn sem úthlutað er úr sjóðnum.

Umferðaróhöpp á Reykjanesbraut

Um kl. 07:00 í morgun urðu tvö umferðaróhöpp á Reykjanesbrautinni við mislægu gatnamótunum við Vogaveg. Þar hafnaði bifreið utan í vegrið eftir að ökumaður hafði misst stjórn á bifreiðinni í krapa, sem var á brautinni.

Ingibjörg bannar klasasprengjur

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, undirritaði í Osló í dag alþjóðlegan samning um bann við klasasprengjum. Samningurinn bannar þróun, framleiðslu, notkun, birgðasöfnun og afhendingu klasasprengja. Samningurinn var undirritaður af hálfu 125 ríkja í dag.

Yaris hefur hækkað um 30% á innan við mánuði

Framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins segist ekki vita hvort bifreiðaumboðin í landinu muni standa af sér það efnahagsfárviðri sem nú skellur á þjóðinni. Hann segir að bílar hafi hækkað all verulega í verði að undanförnu.

Davíð mætir á fund þingnefndar

Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, mætir á fund viðskiptanefndar Alþingis í fyrramálið. Þetta staðfesti Ágúst Ólafur Ágústsson formaður nefndarinnar í samtali við Vísi. ,,Davíð mætir."

Vona að dómsmálaráðherra verði aldrei nauðgað

Femínistafélag Íslands hefur sent dómsmálaráðherra og dómurum Hæstaréttar opið bréf í tilefni af 16 daga alþjóðlegu átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Í bréfinu er þess óskað að ráðherra og dómurunum verði aldrei nauðgað, en ef svo illa færi, þá vonar félagið að viðkomandi hafi kjark til að kæra og að málinu verði ekki vísað frá.

Hús starfslokabæjarstjórans óselt

Einbýlishús Ólafs Arnar Ólafssonar, fyrrum bæjarstjóra í Grindavík, er enn óselt og lítur allt út fyrir að bæjarfélagið þurfi að kaupa húsið.

Umboðsmaður hefur áhyggjur af framkvæmd neyðarlaga

Umboðsmaður Alþingis hefur á heimasíðu sinni birt grein þar sem hann reifar samskipti sín við fulltrúa stjórnvalda vegna setningar neyðarlaganna svokölluðu í október. Umboðsmaður fundaði með fulltrúum ráðuneyta og Fjármálaeftirlitsins þann 28. október þar sem hann taldi nauðsynlegt að koma á framfæri við fulltrúa stjórnvalda þeim áhyggjum sem hann hefði vegna stjórnsýslu við framkvæmd neyðarlaganna. Þar var farið yfir minnisblað með tólf tölusettum liðum sem umboðsmaður vildi vekja athygli á. Mánuði síðar sendi hann forsætisráðherra bréf þar sem óskað var eftir upplýsingum um hvort stjórnvöld hefðu brugðist við ábendingum hans.

Ákærð fyrir stórfelldan þjófnað á kökudropum

Kona á fertugsaldri hefur verið ákærð fyrir tíu þjófnaðarbrot og fyrir að blekkja leigubílstjóra Hreyfils til þess að aka sér á milli sveitarfélaga án þess að geta greitt fargjaldið.

Mikil aðsókn hjá Mæðrastyrksnefnd

Vikuleg afgreiðsla Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur hófst klukkan 14 og er afar mikið að gera, að sögn Ragnhildar G. Guðmundsdóttu, formanns nefndarinnar. ,,Ég er bæði að miða við seinustu úthlutanir okkar og fjölda úthlutana á sama tíma og í fyrra."

Laun formanns VR verða endurskoðuð í næstu viku

Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, segir að launamál sín séu í skoðun hjá launanefnd stjórnar. Hann segist þó ekki gera sér grein fyrir því hversu mikil launalækkun hans gæti orðið.

Um sjö kíló af dópi tekin í borginni í ár

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur á lagt hald á 3 kíló af marijúana, um 1,5 kíló af kókaíni, annað eins af hassi og rúmlega 1 kíló af amfetamíni það sem af er ári. Einnig hefur lögreglan lagt hald á yfir 600 e-töflur og ámóta magn af LSD skömmtum að ógleymdum 330 kannabisplöntum að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu.

Hagkaup styrkir Mæðrastyrksnefnd

Hagkaup afhenti nýverið fulltrúum Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur tveggja milljóna króna framlag til leikfangakaupa fyrir yngstu kynslóðina.

80 prósent atvinnurekenda í Svíþjóð brjóta lög um jöfn laun

Rannsóknin á launamun kynjanna í Svíþjóð hefur leitt í ljós að fjórir af fimm atvinnurekendum uppfylltu ekki lög um jöfn laun. Í kjölfar verkefnisins hafa yfir 5000 launþegar fengið laun sín hækkuð í samræmi við lög. Verkefnið er það stærsta sem umboðsmaður jafnréttismála í Svíþjóð hefur staðið fyrir. Þetta kemur fram á vefsíðu Jafnfréttisstofu.

Tvö óhöpp á Reykjanesbraut

Tvö umferðaróhöpp urðu á Reykjanesbrautinni við mislægu gatnamótunum við Vogaveg snemma í morgun. Að sögn lögreglu hafnaði bifreið utan í vegrið eftir að ökumaður hafði misst stjórn á bifreiðinni í krapa, sem var á brautinni.

Ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni

Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir að hafa rekið öxlina harkalega í bringu tollvarðar sem þar var við skyldustörf, í tollafgreiðslu í komusal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar,

Eggjalaus mótmæli Íslendinga í París

Eins og myndirnar sýna efndu Íslendingar sem búa í París efnahagsástandinu á Íslandi 1. desember síðastliðinn fyrir framan íslenska sendiráðið.

Segir ráðherrum Samfylkingarinnar éttann sjálfur

Sigmundur Ernir Rúnarsson stjórnandi þáttarins Mannamál er lítt hrifinn af ráðherrum Samfylkingarinnar þessa daga. Sendir hann þeim tóninn á bloggi sínu og segir þeim að "éttan sjálfur" að sið Steingríms J.

Milljónamærings leitað

Íslensk getspá leitar að heppnum milljónamæringi sem keypti sér fimm raða sjálfvalsmiða í Lottó með Jóker í Hagkaupum Garðabæ eftir hádegi á laugardaginn.

Séra Gunnar fær ekki að snúa aftur

Ákvörðun Karls Sigurbjörnssonar, Biskups Íslands, um að veita sr. Gunnari Björnssyni, sóknarpresti á Selfossi, lausn frá störfum mun gilda áfram þrátt fyrir sýknudóm Héraðsdóms Suðurlands.

Árni boðar til sóknar og heldur 11 fundi

,,Það er tvennt sem ríður á núna og það er að heimilin standi og atvinnulífið gangi," segir Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.

Íslenskum ferðamönnum hefur fækkað um 50%

Íslenskum ferðamönnum sem fara um Leifsstöð hefur fækkað að minnsta kosti fimmtíu prósent í nóvember miðað við sama mánuð í fyrra. Í heild hefur farþegum um sem fara um Leifsstöð fækkað um 36 prósent í nóvembermánuði.

Femínistar ósáttir við sýknudóm sr. Gunnars

Femínistafélag Íslands fordæmir kynferðislegt ofbeldi og sýknudóm Héraðsdóms Suðurlands í gær þar sem Gunnar Björnsson, sóknarprestur á Selfossi, var úrskurðaður saklaus af ákæru um kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum gagnvart tveimur unglingsstúlkum.

Útvarpsstjóri setur heftiplástur fyrir munn landsbyggðarinnar

Svæðisútvarp landshlutanna er gríðarlega mikilvægur hlekkur í miðlun frétta, menningarviðburða og annarra samskipta fyrir landsbyggðina, að mati Ásbjörns Björgvinssonar framkvæmdastjóra Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi.

Olíufélögin lækka verð

Olíufélögin hafa flest lækkað eldsneytisverð í dag í kjölfar þess að heimsmarkaðsverð hefur lækkað umtalsvert.

Farþegum um Keflavíkurflugvöll fækkar um 5,3%

Samtals komu 846 þúsund farþegar til landsins um Keflavíkurflugvöll á tímabilinu janúar til nóvember í ár borið saman við 893 þúsund farþega á sama tímabili í fyrra. Þetta er 5,3% samdráttur.

Vilja aðildarviðræður í forgang

,,Hagmunir neytenda í þessu máli eru það miklir að þetta mál verður að setja í forgang með aðildarumsókn," segir í ályktun stjórnar Neytendasamtakanna.

Búist við 2000 umsækjendum vegna kreppu

Háskóli Íslands býst við á annað þúsundum umsækjendum um nám í skólann. Umsóknarfrestur á vormisseri 2009 var framlengdur til 15. desember vegna sérstakra aðstæðna á vinnumarkaði.

Japanskir raunveruleikaþættir stuða Breta

Flóðbylgja japanskra raunveruleikaþátta í bresku sjónvarpi hefur mælst misvel fyrir og eru Bretar gáttaðir á hugmyndaauðgi höfundanna sem þykkir stundum ganga út í öfgar eða tóma vitleysu, eins og til dæmis að draga hálfnakið fólk eftir grýttri jörð.

Hryðjuverkamenn taldir beita lífefnavopnum fyrir 2013

Miklar líkur eru taldar á því að hryðjuverkamenn muni beita lífefnavopnum einhvers staðar í heiminum einhvern tímann á næstu fimm árum. Þetta er niðurstaða rannsóknarnefndar sem bandaríska þingið skipaði til að kafa ofan í starfsaðferðir hryðjuverkamanna.

Steingerður ormur á Mars?

Könnunarfarið Space Orbiter hefur sent vísindamönnum hjá NASA mynd af fyrirbæri sem líkist mest steingerðum ormi á yfirborði Mars.

Norskir bílasalar hagræða ástandsskýrslum til að auka sölu

Minnstur samdráttur hefur orðið í sölu notaðra bíla í Sogni og Fjarðafylki í Noregi þegar tekið er mið af öllu landinu. Salan dróst saman um tæp 20 prósent síðasta árið en sé litið til sölu notaðra bíla í Noregi öllum mælist samdrátturinn 33 og hálft prósent.

Sjá næstu 50 fréttir