Innlent

Um sjö kíló af dópi tekin í borginni í ár

Hass sem haldlagt hefur verið af lögreglu.
Hass sem haldlagt hefur verið af lögreglu.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur á lagt hald á 3 kíló af marijúana, um 1,5 kíló af kókaíni, annað eins af hassi og rúmlega 1 kíló af amfetamíni það sem af er ári. Einnig hefur lögreglan lagt hald á yfir 600 e-töflur og ámóta magn af LSD skömmtum að ógleymdum 330 kannabisplöntum að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu.

Að auki hefur fíkniefnadeild LRH rannsakað allnokkur umfangsmikil mál og að öllu samanlögðu hefur aldrei áður verið lagt hald á eins mikið af fíkniefnum og á þessu ári.

Það sem af er árinu hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtekið 117 einstaklinga sem allir eru virkir sölumenn fíkniefna. Jafnframt hafa verið höfð afskipti af fjölmörgum öðrum sem allir eiga það sammerkt að nota fíkniefni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×