Erlent

80 prósent atvinnurekenda í Svíþjóð brjóta lög um jöfn laun

Frá Stokkhólmi.
Frá Stokkhólmi.

Rannsóknin á launamun kynjanna í Svíþjóð hefur leitt í ljós að fjórir af fimm atvinnurekendum uppfylltu ekki lög um jöfn laun. Í kjölfar verkefnisins hafa yfir 5000 launþegar fengið laun sín hækkuð í samræmi við lög. Verkefnið er það stærsta  sem umboðsmaður jafnréttismála í Svíþjóð hefur staðið fyrir. Þetta kemur fram á vefsíðu Jafnfréttisstofu.

Sænsk lög skylda atvinnurekendur til að kortleggja laun starfsmanna sinna einu sinni á ári. Rannsóknin leiddi í ljóst að fjórir af hverjum fimm atvinnurekendum uppfylltu ekki þær kröfur um jöfn laun sem lögin kveða á um.

,,Við lok verkefnisins höfðu 44% atvinnurekendanna fundið óútskýrðan launamun og að minnsta kosti 5246 starfsmenn hafa fengið laun sín hækkuð, 90% af þeirra eru konur," segir á vefsíðu Jafnréttisstofu.

Nánar er hægt að lesa um rannsóknina hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×