Innlent

Davíð mætir á fund þingnefndar

Davíð Oddsson.
Davíð Oddsson.

Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, mætir á fund viðskiptanefndar Alþingis í fyrramálið. Þetta staðfesti Ágúst Ólafur Ágústsson formaður nefndarinnar í samtali við Vísi. ,,Davíð mætir."

Viðskiptanefnd ákvað að fá Davíð á sinn fund til að skýra ummæli sín sem hann lét falla á fundi Viðskiptaráðs18. nóvember um að hann hefði vitneskju um hvað hefði ráðið afstöðu breskra yfirvalda þegar hryðuverkalögum var beitt gegn Íslandi. Aftur á móti vildi hann ekki gefa upp hvað hefði ráðið afstöðu Breta.

Davíð boðaði forföll í seinustu viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×