Erlent

Talið að Gordon Brown vilji kosningar

Óli Tynes skrifar

Eins og venjulega kom Englandsdrottning til þingsetningar í hestvagni sínum og með kórónuna skreytta 2000 demöntum. Þingsetning hennar er aðeins formsatriði þar sem hún les upp stefnuskrá þá sem ríkisstjórnin hefur ákveðið.

Það vakti talsverða athygli hvað ræðan var stutt. Þar voru aðeins tínd til fimmtán stefnumál. Við síðustu þingsetningu voru þau tuttugu og átta.

Þetta ýtir undir vangaveltur um að Gordon Brown ætli að rubba af þingstörfum og boða til kosninga eins fljótt og auðið er. Það er skiljanlegt í ljósi þess hve staða hans er sterk.

Fyrir kreppuna var Brown einhver óvinsælasti forsætisráðherra sem Bretar höfðu nokkru sinnum átt. Þessu hefur honum tekist að snúa algerlega við með frammistöðu sinni undanfarnar vikur.

Og það er ekki hægt að neita því að Brown hefur verið klókur. Maður sem getur sannfært bresku þjóðina um að þetta sé allt Íslendingum að kenna, er enginn aukvisi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×