Erlent

Sjóræningjar hafa ráðist á 100 skip við Sómalíu

Sómalskur sjóræningi.
Sómalskur sjóræningi.

Sjóræningjar hafa ráðist á um 100 skip undan ströndum Sómalíu það sem af er þessu ári og hertekið fjörutíu þeirra. Þegar ræningjar réðust á bandaríska farþegaskipið Nautica á sunnudag skipaði skipstjórinn farþegunum 665 að leita skjóls inni í skipinu og gaf svo allt í botn.

Þrátt fyrir ákafa riffilskothríð sigldi Nautica sjóræningjana af sér og lagðist að bryggju í Oman í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×