Innlent

Ákærður fyrir hrottalega árás á eiginkonu sína

Ríkissaksóknari hefur höfðað mál gegn karlmanni fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og ólögmæta nauðung gagnvart þáverandi eiginkonu sinni. Maðurinn er grunaður um að hafa, að kvöldi mánudagsins 4. febrúar 2008, á baðherbergi í íbúð þeirra slegið konuna margsinnis með krepptum hnefa og flötum lófa í andlitið, tekið hana kverkataki með báðum höndum og svo hálstaki og í bæði skiptin þrengt að hálsi hennar þannig að hún náði ekki andanum.

Hann hafi jafnframt tekið í hár hennar og skellt höfði hennar fjórum sinnum í vegg baðherbergisins. Á meðan á árásinni stóð hafi maðurinn varnað því að konan gæti yfirgefið baðherbergið. Konan hlaut af þessu mar og miklar bólgur í andliti, gagnauga og eymsl í hálsi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×