Innlent

Femínistar ósáttir við sýknudóm sr. Gunnars

Sr. Gunnar Björnsson.
Sr. Gunnar Björnsson.

Femínistafélag Íslands fordæmir kynferðislegt ofbeldi og sýknudóm Héraðsdóms Suðurlands í gær þar sem Gunnar Björnsson, sóknarprestur á Selfossi, var úrskurðaður saklaus af ákæru um kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum gagnvart tveimur unglingsstúlkum.

,,Að auki var bótakröfum vísað frá dómi. Orð og upplifun stúlknanna var að engu höfð og líkamsréttur þeirra og mannréttindi virt að vettugi af dómstólum," segir í ályktun félagsins.

Femínistafélagið gerir þá kröfu að ríkisstjórn Íslands geri það að forgangsatriði að uppræta kynbundið ofbeldi og standi við alþjóðlegar yfirlýsingar.

25. nóvember var ýtt úr vör alþjóðlegu 16 daga átaki gegn kynbundi ofbeldi í 18 sinn. Markmiðið er að draga kynbundið ofbeldi fram í dagsljósið sem mannréttindarbrot og þrýsta á um breytingar á löggjöf til að bæta réttarstöðu þolenda. Tilgangurinn er að upplýsa samfélög og ekki síst fólk í lykilstöðum um alvarleika kynbundis ofbeldis og hversu litinn félagslegan möguleika konur hafa til að leita réttar síns.








Tengdar fréttir

Séra Gunnar sýknaður

Séra Gunnar Björnsson sóknarprestur á Selfossi var sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Þetta kom fram í seinnifréttum Sjónvarpsins nú í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×