Innlent

Ákærð fyrir stórfelldan þjófnað á kökudropum

Kona á fertugsaldri hefur verið ákærð fyrir tíu þjófnaðarbrot og fyrir að blekkja leigubílstjóra Hreyfils til þess að aka sér á milli sveitarfélaga án þess að geta greitt fargjaldið.

Brotin voru öll framin á höfuðborgarsvæðinu á árinu 2008. Í sjö af tíu tilfellunum stal konan kökudropum úr matvöruverslunum, í tveimur tilfellum stal hún áfengi úr Vínbúðum ÁTVR og í eitt skiptið stal konan matvöru úr 10/11 Austurstræti.

Þá hefur karlmaður á fimmtugsaldri verið dæmdur í mánaðarlangt fangelsi fyrir að stela flösku af Smirnoff vodka úr Vínbúð ÁTVR í Hafnarfirði í byrjun september síðastliðins. Dómurinn er skilorðsbundin í tvö ár.

Málin voru þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×