Erlent

Japanskir raunveruleikaþættir stuða Breta

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Hefur raunveruleikasjónvarp eitthvað með raunveruleika að gera?
Hefur raunveruleikasjónvarp eitthvað með raunveruleika að gera?

Flóðbylgja japanskra raunveruleikaþátta í bresku sjónvarpi hefur mælst misvel fyrir og eru Bretar gáttaðir á hugmyndaauðgi höfundanna sem þykkir stundum ganga út í öfgar eða tóma vitleysu, eins og til dæmis að draga hálfnakið fólk eftir grýttri jörð.

Sumir þáttanna þykja þó ekki alvitlausir, til að mynda þáttur þar sem frægu fólki er gert að lifa í mánuð á upphæð sem svarar til tíu þúsund króna og annar sem gengur út á að forsvarsmenn sprotafyrirtækja reyna að selja fjárfestum hugmyndir sínar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×